Dansgólfið

10. ágúst 2023

Stuð­Mara­þon á Menn­ing­arnótt!

Búðu þig undir stanslaust stuð á Götuboltavelli Nova á Menningarnótt! Við höldum uppi fjörinu allan daginn, peppum hörkuduglega hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu, Höldum GötuboltaMaraþon, Gelluboltamót og SilentDisló! Við verðum með bolaprentun allan daginn og Popp í FríttStöff til að poppa upp stemninguna!

Ekki láta þig vanta!

🤩Peppaðu þig í gang í Reykjavíkurmaraþoninu!🤩

Ef þú vilt peppa þig á meðan þú peppar aðra, kíktu á á Götuboltavöllinn við höfnina hjá Hafnartorgi og fylgstu með öllum æða framhjá! Það verður tónlist, hressandi drykkir og hörkustemning í gangi!

🏀GötuboltaMaraþon frá 12:00-17:00!🏀

Hvað er íslandsmetið í að spila körfubolta lengi? Við kannski sláum bara met! Á hálftíma fresti munum við ræsa skemmtilega leiki eins og Asna, Stinger, 21 og fleiri þar sem þau sem eru á staðnum geta tekið þátt og unnið verðlaun! Inn á milli máttu svo bara æfa þig, leikar þér og undirbúa þig undir næsta leik. Allskonar skemmtileg verðlaun í boði fyrir sigurvegara dagsins!

✨Glimmer frá 17:00 - 19:00! ✨

DJ og glimmermálun á svæðinu fyrir gasalega gleði!

🕺🏽SilentDiskó🕺🏽

Það er auðvitað von á tónaflóði á Arnarhóli, en ef þú vilt aðeins öðruvísi stemningu kíktu þá á Götuboltavöllinn á milli 19:30 og 22:00, dansaðu í takt við dúndurtóna með glowsticks á lofti!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri