iPhone 12!

Vertu með þeim fyrstu sem næla sér í iPhone 12 og veldu drauma týpuna þína hér fyrir neðan. Við stöndum vaktina fyrir þig og sendum þér skilaboð um leið og gripurinn er kominn í hús. Fyrstur kemur fyrstur fær!

Háskerpu myndir í öllum skilyrðum!

Aðalmyndavélin samanstendur af tveimur linsum sem vinna saman ásamt ótrúlega kröftugum vélbúnaði og snjöllum hugbúnaði til að taka frábærar myndir í öllum skilyrðum. Hvort sem þú ert að taka Portrait myndir eða myndir að kvöldi til, þær eru alltaf stórglæsilegar!

Kristaltær og snjall!

Síminn er með magnaðan Super Retina XDR OLED skjá sem hefur kristaltæra upplausn, sýnir magnaða liti og djúpan svartan. Hann er ekki bara flottur heldur er hann líka einstaklega snjall, hann aðlagar sig að því umhverfi sem þú ert í og lagar birtustigið svo hann er alltaf eins skarpur og skýr og hægt er, hvort sem þú ert að vafra á netinu, hámhorfa sjónvarpsefni eða spila uppáhalds leikinn þinn.

Ótrúlegur hraði!

Öll iPhone 12 línan er með hinum nýja A14 Bionic örgjörva sem er það lang besta sem er í boði á farsímamarkaðnum í dag. Hann skilar ótrúlegum hraða og vinnslu og getur hann framkvæmt 11 trilljón aðgerðir á sekúndu! Það er ansi mikið stökk á milli kynslóða en A14 er ekki bara 40% hraðari en forveri sinn heldur aðstoðar hann m.a. myndavélina við að taka betri myndir og símann við að nota minni orku sem skilar sér í betri rafhlöðuendingu.

Aldrei jafn sterkbyggður!

iPhone 12 hefur verið algjörlega endurhannaður, hann heldur sömu skjástærð en er nokkuð minni um sig en mun sterkari þökk Ceramic Shield glerinu. Bakhliðin er með hertu gleri sem þolir kulda og hita einstaklega vel og öllu er þessu svo vafið inní ramma gerðum úr álblöndu. Síminn er mjög þéttur, vatns- og rykþolinn með IP68 staðal og má fara í 6 metra djúpt vatn í 30 mínútur svo hann er fullkominn í allskonar ævintýri.

Græn framtíð!

Apple tók stórt skref og lofaði okkur því að árið 2030 ætla þau að kolefnisjafna allan framleiðsluferil sinn. Hluti af þeirri vegferð er að með iPhone símum fylgir enginn hleðslukubbur eða heyrnartól, einungis USB-C í lightning kapall. Það kannast eflaust margir iPhone eigendur við að eiga gífurlegt magn af hleðslutækjum og heyrnartólum í öllum skápum og skúffum. Við fögnum svo sannarlega þessari vegferð hjá Apple.

Tilbúinn í framtíðina

Eitt er fyrir víst að tæknin hættir aldrei að þróast og símar verða að þróast í takt við hana. Þessi sími styður 5G sem er næsta kynslóð farsímanets sem styður margfaldan hraða en þann sem við þekkjum í dag. 5G prófanir eru í gangi hjá Nova og munum við geta boðið uppá þessa þjónustu í framtíðinni.