Dansgólfið

18. des 2018

Stöð 2, Stöð 2 Sport og Golf­stöð­in í Nova TV!

Losaðu þig við myndlykilinn!

Nú getur þú fengið Stöð 2, Stöð 2 Sport og Golfstöðina án myndlykils í Nova TV og sparað helling í leiðinni. Myndlykillinn er því orðinn óþarfa garmur sem ætti heima á safni, jafnvel þó þig langi að greiða fyrir þessar stöðvar.

5tGzdu5fPyEGGUCsCaC2ck

Athugið að viðskiptavinir geta ekki notað núverandi áskriftir sínar í Nova TV. Sérstaklega þarf að kaupa áskrift hjá Nova sem virkar í Nova TV.

Ferlið er einfalt:

  1. Skráir þig inn á www.novatv.is
  2. Velur hvaða áskriftir þú vilt
  3. Setur inn upplýsingar og greiðslukort
  4. Byrjar að glápa

Áskriftir virkjast frá og með þeim degi sem keypt er og endurnýjast á 30 daga fresti. Alveg eins og á Netflix! Aðeins er hægt er að kaupa áskriftir á vefnum.

Af hverju er Stöð 2 læst hjá mér núna?

Það eru tvær Stöð 2 rásir núna, önnur er áskriftarstöðin og hún er læst ef þú ert ekki með áskrift í gegnum Nova TV en hin er með opna glugganum. Þessi með opna glugganum er við hliðina á RÚV2. Við munum sameina þessar rásir í framtíðinni.

Þú getur horft á Nova TV hvar og hvenær sem er!

Frá opnun Nova TV hefur verið hægt að horfa í Android símum/spjaldtölvum, Apple símum/spjaldtölvum og í Apple TV en nýlega bættist við sá möguleiki að horfa á Nova TV á netinu í vafra. Þú getur því núna horft á þitt sjónvarpsefni hvar og hvenær sem er.

Lífið án myndlykils er frábært. Þú sparar þér hátt mánaðargjald af leigu myndlykilsins og kaupir þér þess í stað Apple TV. Apple TV veitir þér miklu fleiri möguleika á sjónvarpsáhorfi og þá er þessi litli svarti kassi líka leikjatölva!

Við mælum með að allir kynni sér RÚV appið, Netflix og Youtube. Þau öpp eru öll stútfull af sjónvarpsefni og með Apple TV boxið hlaðið þessum öppum er ekkert mál að bókstaflega hámhorfa yfir sig!