nav-trigger
navigateupTil baka

Öflugri og afkastameiri 4G sendar hjá Nova

19. desember 2016
Merkt: Þjónusta

„Við erum sífellt að stækka og efla 4G þjónustusvæði Nova til að bæta gæði þjónustunnar samhliða gríðarlega aukinni notkun á farsímakerfinu okkar.“

Jóakim Reynisson

Jóakim Reynisson

Framkv.stjóri tæknisviðs

Við erum sífellt að stækka og efla 4G þjónustusvæði Nova til að auka gæði þjónustunnar samhliða gríðarlega aukinni notkun á farsímakerfinu okkar.

Einn liður í því að auka gæðin er að uppfæra kerfishraða 4G sendanna úr 150 Mb/s hraða í 200 Mb/s hraða og er sú vinna langt komin. 

Samhliða því að auka hraða 4G kerfisins þá bætum við reglulega við nýjum sendum. Í dag er Nova með um 220 4G senda í loftinu og höfum við bætt við um 70 4G sendum á árinu 2016. 4G þjónustusvæði Nova nær nú til 94% landsmanna.

Farsímakerfi Nova annar mestri netnotkun allra farsímakerfa á Íslandi en skv. tölfræðiskýrslu Póst - og fjarskiptastofnunar nota viðskiptavinir Nova 68% alls gagnamagns í farsímakerfum á Íslandi. Aukningin í netnotkun milli ára er um 50% hjá Nova og við munum halda uppbyggingu fjarskiptakerfisins áfram á næsta ári til að styðja við enn frekari vöxt.