nav-trigger
navigateupTil baka

Öpp ársins 2016!

28. desember 2016
Merkt: Dansgólfið

„Það er hægara sagt en gert að velja öpp ársins enda aragrúi af öppum sem koma út daglega. “

Raggi

Raggi

Markaðsfulltrúi

Það er hægara sagt en gert að velja öpp ársins enda aragrúi af öppum sem koma út daglega. Við höfum í ár fjallað um fjöldan allan af öppum hér á nova.is og hér er listi yfir nokkur öpp sem vöktu athygli á árinu.

Enlight fyrir iOS

Frábært ljósmyndaapp sem tekur ljósmyndirnar á annað level!

Pokémon Go

Klárlega app ársins enda varð allt vitlaust í nokkrar vikur eftir að appið varð fáanlegt. Hér á landi var mikið fjallað um kengbogna unglinga sem ráfuðu um í leit að pokémonum. Fáanlegt fyrir Android og iOS.

Prisma

Appið hlaut fjöldamörg verðlaun og viðurkenningar á árinu enda algóriþminn á bakvið appið mjög öflugur. Með appinu er hægt að umbreyta venjulegum ljósmyndum í listaverk. Fáanlegt fyrir Android og iOS.

Google PhotoScan

PhotoScan frá Google Photos er frábært app sem auðveldar þér að varðveita gamlar sem og nýjar ljósmyndir. Appið skannar myndir með myndavél símans og býr til stafræna mynd í réttum hlutföllum og án ljóstruflunar.

Appið er í boði fyrir Android og iOS stýrikerfi.

Strætó appið 

Strætó appið þekkja eflaust margir en það fékk nokkrar góðar uppfærslur á árinu. Meðal annars er nú hægt að kaupa áskrift eða stakan mánuð í appinu. Fáanlegt fyrir Android og iOS.

Dominos appið

Dominos toppaði sig heldur betur á árinu þegar þeir buðu upp á að borga pizzuna í appinu. Fáanlegt fyrir Android og iOS.

WeTransfer

Frábært app sem auðveldar að senda stór skjöl á milli, fljótt og örugglega. Fáanlegt fyrir Android og iOS.

Aur appið

Aur appið er einfalt og fljótlegt í notkun, þú þarft eingöngu að vita farsímanúmer þess sem þú ætlar að borga eða rukka. Fáanlegt fyrir Android og iOS.

1Password

Við lifum í heimi þar sem við þurfum að muna fjöldan allan af lykilorðum. Með 1Password appinu þarftu bara að muna eitt lykilorð. Nauðsynlegt app til þess að auðvelda okkur lífið. Fáanlegt fyrir Android og iOS.