nav-trigger
navigateupTil baka

Nýjasta nýtt á CES 2017!

06. janúar 2017
Merkt: Tæki og tól

„Stærsta tækni- og tækjaráðstefna heims CES er núna haldin í Las Vegas. “

Harald

Harald

Uppfinningamaður

Stærsta tækni- og tækjaráðstefna heims CES (Consumer Electronics Show) er núna haldin í Las Vegas. Á þessari árlegu sýningu kynna framleiðendur allt það heitasta og nýjasta þegar kemur að tækni. Ógrynni af nýjungum er að finna á sýningunni og tókum við saman nokkra skemmtilega og öðruvísi hluti.

 

Hubble Hugo anger-management robot

Þetta litla tæki nemur andlitsdrætti og bregst við þegar notandi sýnir reiði eða gremju. Ef barn er fyrir framan tækið þá lætur tækið foreldra vita og kveikir sjálfkrafa á róandi tónlist eða hljóðbók.

Sleep Number 360 snjallrúmið

Það er fátt leiðinlegra en að vera með kalda fætur á nóttunni. Snjallrúmið veit þegar þér er kalt á fótunum og kveikir á hita í rúminu. Rúmið stillir sig síðan af ef notandinn breytir um stellingu í svefni. Rúmið nemur hrotur og lyftir höfðinu upp til þess að draga úr hávaðanum.

LeEco snjallhjólið

Snjallhjólið er með innbyggðum 4" skjá sem nemur hraða, hæð o.fl. á meðan þú hjólar.

PowerVision PowerRay neðansjávar dróninn

Neðansjávardróninn getur farið allt að 30 metra neðansjávar og tekið upp myndefni í 4K upplausn og streymt beint í farsímann. Einnig er hægt að kaupa viðbót með drónanum sem nemur fiska í allt að 40 metra fjarlægð. Einnig býður dróninn upp á teningu við sýndarveruleikagleraugu þannig að notandinn getur stjórnað drónanum með höfðinu.

JBL Pulse 3 color

Nýjustu hátalararnir frá JBL sem eru ansi litríkir.

Aristotle frá Mattel

Mattel sem er stærsti leikfangaframleiðandi í heimi hefur nú búið til fyrstu snjallstöðina með raddskipun (smart home assistant) sem eingöngu er ætluð börnum. Helsta nýjungin er sú að ólíkt öðrum snjalltækjum með raddskipun þá skilur Aristotle raddskipanir mjög ungra barna, eitthvað sem önnur raddgreiningartæki hafa ekki getað gert hingað til.