nav-trigger
navigateupTil baka

Takk fyrir góða hugmyndahátíð!

15. mars 2017
Merkt: Dansgólfið, Tæki og tól

„Þá er Gulleggið 2017 að baki og var það fjaðrandi bátasætið Safe Seat, sem verndar hryggsúluna í erfiðu sjólagi, sem bar sigur úr býtum.“

Margrét

Margrét

Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs

Þá er Gulleggið 2017 að baki og var það fjaðrandi bátasætið Safe Seat, sem verndar hryggsúluna í erfiðu sjólagi, sem bar sigur úr býtum.

Við óskum aðstandendum Safe Seat innilega til hamingju, sem og fólkinu hjá Icelandic Startups sem stendur að baki þessari árlegu frumkvöðlakeppni.

Það gleður okkur óheyrilega að fá að tilheyra þeim góða hópi fyrirtækja sem hjálpa góðum hugmyndum að verða að veruleika og skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk.

Áfram nýsköpun!