nav-trigger
navigateupTil baka

Facebook stories!

21. apríl 2017
Merkt: Dansgólfið

„Líkt og á Snapchat og Instagram getur þú núna deilt deginum þínum á Facebook“

Arnar Már Eyfells

Arnar Már Eyfells

Verkefnastjóri

Í dag er staðan orðin sú að á netinu eru samskipti fólks að færast meira yfir úr texta í myndmál.

Þetta má rekja aftur til stofnun hins sívinsæla snjallsímaforrits Snapchat árið 2013. Snapchat býður þér að taka myndir og stutt myndbönd eða “snöpp” og senda á annað fólk. Snöppin hverfa svo eftir að viðtakandinn hefur skoðað þau. Ef þig langar getur þú safnað snöppunum þínum saman í eitt samfellt myndband sem allir á vinalistanum þínum geta horft á. Vinsældir forritsins jukustu með hverju ári og í dag eru um það bil 158 milljónir manns sem nota appið daglega um allann heim.

Það er því engin furða að samfélagsmiðla risinn Facebook ákvað að stíga fram og bjóða uppá sömu möguleika á sínum miðlum. Fyrst var það með Instagram stories sem er nú þegar orðið vinsælla en Snapchat með um 200 milljón daglegra notenda, svo með Messenger Day en nú hafa þeir gengið alla leið með Facebook stories sem kom út með einni af nýjustu uppfærslu síma appsins.

Uppfærslan er þrískipt:

1. Ný myndavél - Nú er hægt að að setja inn texta, grafísk skilti og andlitsfiltera - líkt og í Snapchat myndavélinni.

2. Facebook stories - Þú getur sett myndirnar og myndböndin saman í sögu sem allir fésbókarvinir þínir geta séð.

3. Direct - Ef þú vilt ekki deila myndinni/mynbandinu með öllum vinum þínum getur þú valið einn eða nokkra vel valda til að senda á með Direct valmöguleikanum.

Myndirnar/myndböndin sem þú og vinir þínir setja í sögu safnast saman efst á Facebook veggnum.