Dansgólfið

26. jan 2018

Nífalt takklæti!

Við erum gríðarlega stolt og þakklát viðskiptavinum okkar fyrir frábæra einkunn í Íslensku ánægjuvoginni.

Viðskiptavinir Nova eru ánægðustu viðskiptavinirnir í farsímaþjónustu, níunda árið í röð.

Við fengum einkunnina 76,4 af 100 mögulegum. Þá var Nova jafnframt næst hæst allra fyrirtækja á Íslandi sem könnunin náði til.

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa sameiginlega að og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna með það að markmiði að útvega fyrirtækjum samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina

Markmið okkar er að eiga ánægðustu viðskiptavinina á hraðasta farsímanetinu og því er þessi viðurkenning okkur sérlega ánægjuleg og hvatning til að gera enn betur.

Fyrir hönd allra 139 starfsmanna Nova segi ég TAKK!

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri.


Nífalt takklæti! was originally published in novaisland on Medium, where people are continuing the conversation by highlighting and responding to this story.