Er fyrirtækið á hraðleið?
Nova kynnir Hraðleið fyrirtækja útá netið, uppí skýið og inní framtíðina. Tími prentara, USB lykla, flakkara og tölvuskápa er liðinn. Árið 2021 eiga tæknimál lítilla fyrirtækja heima í skýinu og í 100% sjálfsafgreiðslu starfsfólks og án umframkostnaðar vegna hugbúnaðarþróunar. Árangurinn skilar sér í áreiðanlegra og öruggara rekstrarumhverfi, auknum afköstum og kostnaðarhagræðingu. Ekki láta úreltar lausnir hægja á þér. Komdu til Nova og þitt fyrirtæki fer á hraðleið inn í framtíðina.

Hraðleið á netið hjá Nova
Fáðu hraðasta þráðlausa netið á snjallskrifstofuna og í farsímana. Slepptu borðsímanum, flökkurum, USB-lyklum og öðru sem á ekki heima í framtíðinni. Einfaldaðu reksturinn og komdu með hraði inn á tækniöldina. Við mætum á staðinn og græjum allt í einni heimsókn.
Hraðleið í skýið með Séní hjá Nova
Komdu þínum rekstri í skýið og náðu forskoti! Spjallaðu við Séní hjá Nova og komdu þér upp betra verklagi sem styttir sporin og sparar allskonar auka kostnað. Kíktu á námskeið hjá Séní og afgreiddu þig án aðstoðar.


Hraðleið að nýjum viðskiptavinum
Lumar þú á góðu 2 fyrir 1 tilboði? Hjá Nova nærð þú til 160 þúsund manns, sem elska að fá bestu dílana beint til sín í Nova appið.
Hraðleið að ánægju
Hrósmenning innan fyrirtækja stóreykur ánægju starfsfólks og ánægja starfsfólks eykur ánægju viðskiptavina og árangur allra. Prófaðu Hrósarann hjá Nova og komdu staffinu í stuð.

Hraðleið inní framtíðina
Við trúum á frumkvöðla, nýsköpun og framsækna hugsun. Með Startup SuperNova sendum við ný fyrirtæki á hraðleið til framtíðar. 5G er framtíðin og við viljum tryggja að þú sért klár fyrir allt sem framtíðin býður upp á.