Dansgólfið

26. jan 2024

Eigum smá Játíma saman!

Fótspor geta verið stór og smá, umhverfisleg og andleg. Fótspor Nova í samfélaginu er að litlu leyti umhverfislegt, en meira vegna ofnotkunar og óábyrgrar notkunar á snjallsímum og samfélagsmiðlum.

Árið 2020 hóf Nova sína vegferð í átt að andlegri velferð og vellíðan og gerði það undir nafninu Geðrækt. Farsíminn og internetið eru nauðsynleg tæki en óhófleg notkun á sér dimmari hliðar, eins og með margt annað. Græjurnar eiga nefnilega að einfalda okkur lífið og gera það skemmtilegra, en þeir eiga ekki að taka það yfir!

Nú er komið að Játíma, en það er einfaldlega okkar svar við óhóflegum skjátíma. Eins og gamla góða tuggan segir: Allt er gott í hófi!

Við viljum hvetja fólk til þess að vera meðvitað um skjátímann, skrun á samfélagsmiðlum og sjónvarpsgláp. Í staðinn fyrir að stara á símann eða tölvuskjáinn er bæði hægt að kíkja inná við eða fara út að leika með vinum og fjölskyldu.

Andleg heilsa, geðrækt og vellíðan á að vera jafn sjálfsagður hlutur og að sinna þér þegar líkaminn kallar. Nældu þér í G-vítamíndropa Geðhjálpar í FríttStöff í Nova appinu og öllum verslunum Nova. Það gleymist gjarnan að rækta og vernda geðheilsu okkar.

Þess vegna mælum við með að nota G-vítamín ilmdropana á hverjum degi, sérstaklega í skammdeginu. Svo getur þú ilmað unaðslega vel í þokkabót með þínu allra besta fólki!

Eigum smá Játíma saman, dælum í okkur G-vítamíninu og verum á staðnum!

Mynd af Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson
Markaðsstjóri Nova