swirl

Auktu hraðann í sölunni með Pipedrive

Pipedrive er einfalt en öflugt tól til að styðja við sölu til fyrirtækja. Hlutverk Pipedrive er að leiða söluteymi í gegnum söluferli og auka líkurnar á því að sala lokist. Pipedrive er einnig með flottar skýrslur til að fylgjast með árangri. Nova notar sjálft Pipedrive til að styðja við sína sölu og munu tveir starfskraftar Nova sýna hvernig það er notað.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvað er Pipedrive
  • Til hvers er Pipedrive
  • Af hverju Pipedrive
  • Uppsetning á Pipedrive
  • Helstu ferlar í Pipedrive
  • Kennsla starfsfólk fyrir Pipedrive
  • Skýrslur úr Pipedrive fyrir stjórnendur
  • Tilkynningar úr Pipedrive
  • Finndu þér meira sniðugt fyrir Pipedrive

Fyrir hverja?

Pipedrive er fyrir söluteymi og sölustjóra sem vilja koma sinni sölupípu á næsta stig á einfaldan máta. Aðferðafræðin hentar sérstaklega vel fyrir söluteymi sem selja til fyrirtækja.

Leiðbeinendur

Auðunn Sólberg er með 20 ára reynslu í sölu, viðskiptastýringu, sölustjórn og söluþjálfun. Hann er þjálfari hjá Nova og er í fyrirtækjasölu.

Jón Andri Sigurðarson er með yfir 20 ára reynslu í hugbúnaðarþróun, nýsköpun og tæknilausnum. Hann er líka þjálfari hjá Nova og er í viðskiptaþróun.

Séní hjá Nova:

Séní námskeið Nova í samstarfi við Akademias eru fremstu námskeið landsins fyrir skýjalausnir sem henta fyrirtækjum sem vilja bjarga sér sjálf, nútímavæða rekstrarumhverfið og spara helling í leiðinni. Námskeiðin eru innifalin fyrir alla fyrirtækjaviðskiptavini Nova. Séní hjá Nova framkvæmir tæknigreiningu með þínu fyrirtæki, hjálpar til við að velja skýjalausnir sem styðja við reksturinn og koma því inn á tækniöldina. Spjallaðu við Séní hjá Nova og komdu þér upp betra verklagi sem styttir sporin og sparar allskonar auka kostnað.

Vertu í skýjunum með Séní á hradleid.is

Segðu okkur allt um þig hér fyrir neðan og við sendum á þig kóða til að komast á skólabekk með Séní!