Hraðlaið stjarna

Er þín hugmynd næsta sprengistjarna?

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.

Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki

Startup SuperNova er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og einstakur vettvangur fyrir þróun nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja. Startup SuperNova byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst fjárstyrkur að upphæð 1.000.000 kr. ásamt aðgangi að fullbúinni vinnuaðstöðu. Hraðallinn byrjar 7. júní, stendur yfir í tíu vikur og lýkur með fjárfestadegi 13. ágúst. Hraðlinum er skipt upp í þrjá fasa; mótun, framkvæmd og kynningu.

Mótun

Viðskiptalíkan + Þróun viðskiptavinarins + Endurgjöf

Fasi 1

4 vikna Mótun

Viðskiptalíkan + Þróun viðskiptavinarins + Endurgjöf Sprotafyrirtækin hitta tugi leiðbeinenda og fjölmarga sérfræðinga úr atvinnulífinu sem veita þeim endurgjöf og stækka þar með tengslanetið sitt töluvert. Sprotarnir móta viðskiptalíkanið og gera ferðalag viðskiptavinarins.
Sjá nánar

Framkvæmd

Frumgerð + Markaðsmál + Hönnun

Fasi 2

4 vikna framkvæmd

Byrjum að huga að framkvæmd. Gerðar eru notendaprófanir og markhópurinn skilgreindur. Fylgjum því eftir með áherslu á sölu, markaðssetningu, rekstraráætlun og fjármögnun. Sprotarnir fá stuðning til að vekja athygli fjölmiðla og miðla viðskiptum sínum á áhrifaríkan hátt.
Sjá nánar

Kynning

Sala + Kynningar + Fjármögnun

Fasi 3

2 vikna kynning

Sprotarnir fá aðgang að hópi sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu af fjármögnunar ferlinu sem að leiðbeina þeim við að setja saman fjárfesta kynningar. Að lokum fá þeir umfangsmikla þjálfun í sviðsframkomu fyrir Fjárfestadaginn.
Sjá nánar