
Er þitt fyrirtæki næsta sprengistjarna?
Startup SuperNova er samstarfsverkefni KLAK - Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.
Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki
Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst aðgangur að fullbúinni vinnuaðstöðu meðan á hraðlinum stendur. Í ár hefst Startup SuperNova á þriggja daga Masterclass og hraðallinn hefst svo 3. Ágúst þar sem topp 10 teymin komast að í 5 vikna viðskiptahraðal. Startup SuperNova lýkur svo með glæsilegum fjárfestadegi 9. September.
Masterclass 23. – 25. Júní
Fasi 1

Umsóknarfrestur og skil 8. júlí
Fasi 2

Topp 10 komast áfram í 5 vikna viðskiptahraðal
Fasi 3

Fjárfestadagur 9. September
Fasi 4

Fjárfestaviðburður Startup SuperNova
Startup SuperNova viðskiptahraðlinum lauk formlega með fjárfestadegi föstudaginn 13. ágúst sem haldinn var í Grósku. Sjá má viðburðinn hér fyrir neðan. Elsa Bjarnadóttir hjá KLAK - Icelandic Startups opnaði viðburðinn og í kjölfarið tók Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við og ávarpaði gesti. Erlingur Brynjulfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant hélt erindi en hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðustu 10 ár. Efnilegustu sprotafyrirtæki landsins kynntu svo viðskiptahugmyndir sínar og svöruðu í kjölfarið spurningum úr panel. Í panel sátu, Helga Valfells, meðeigandi Crowberry Capital og Magnús Scheving athafnamaður.