
Er þín hugmynd næsta sprengistjarna?
Startup SuperNova er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.
Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki
Startup SuperNova er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og einstakur vettvangur fyrir þróun nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja. Startup SuperNova byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst fjárstyrkur að upphæð 1.000.000 kr. ásamt aðgangi að fullbúinni vinnuaðstöðu. Hraðallinn stendur yfir í tíu vikur og er skipt upp í þrjá fasa; mótun, framkvæmd og kynningu.
Mótun
Viðskiptalíkan + Þróun viðskiptavinarins + Endurgjöf
Fasi 1
4 vikna Mótun

Framkvæmd
Frumgerð + Markaðsmál + Hönnun
Fasi 2
4 vikna framkvæmd

Kynning
Sala + Kynningar + Fjármögnun
Fasi 3
2 vikna kynning
