Hraðlaið stjarna

Er þitt fyrirtæki næsta sprengistjarna?

Startup SuperNova er samstarfsverkefni KLAK - Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.

Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki

Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst aðgangur að fullbúinni vinnuaðstöðu meðan á hraðlinum stendur. Í ár hefst Startup SuperNova á þriggja daga Masterclass og hraðallinn hefst svo 3. Ágúst þar sem topp 10 teymin komast að í 5 vikna viðskiptahraðal. Startup SuperNova lýkur svo með glæsilegum fjárfestadegi 9. September.

Masterclass 23. – 25. Júní

Fasi 1

Magnús Scheving með kynningu
Startup Super Nova hefst á öflugum Masterclass þar sem þátttakendur fá þjálfun og leiðsögn við að útbúa 18. Mánaða action plan fyrir verkefnin sín. Masterclass Startup SuperNova verður opin öllum til skráningar. Gerð er krafa um þátttöku í Masterclass fyrir þá sem vilja komast áfram og sækja um í sjálfan hraðalinn.
Skoða dagskrá

Umsóknarfrestur og skil 8. júlí

Fasi 2

Einstakingar að skeggræða hlutina við borð
Hér þurfa þátttakendur að vera tilbúnir með 18. Mánaða action plan sem skila þarf inn ásamt umsókn í hraðalinn.

Topp 10 komast áfram í 5 vikna viðskiptahraðal

Fasi 3

Tvær konu sitja við borð að hlusta á fyrirlestur
Allt að 10 fyrirtæki eiga þess kost að fá sæti í hraðlinum sem stendur yfir í 5 vikur. Markmið hraðalsins er að hraða framgangi fyrirtækisins og að það sé fjárfestingarhæft þegar að hraðli líkur.

Fjárfestadagur 9. September

Fasi 4

Startup supernova - fyrirlestur og áhorfendur
Startup SuperNova líkur svo formlega með fjárfestadegi þar sem teymin kynna hugmyndir sínar fyrir fullum sal af gestum. Þetta er glæsilegur viðburður sem gaman er að taka þátt í og fylgjast með uppskeru þeirra teyma sem tóku þátt.

Fjárfestaviðburður Startup SuperNova

Startup SuperNova viðskiptahraðlinum lauk formlega með fjárfestadegi föstudaginn 13. ágúst sem haldinn var í Grósku. Sjá má viðburðinn hér fyrir neðan. Elsa Bjarnadóttir hjá KLAK - Icelandic Startups opnaði viðburðinn og í kjölfarið tók Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við og ávarpaði gesti. Erlingur Brynjulfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant hélt erindi en hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðustu 10 ár. Efnilegustu sprotafyrirtæki landsins kynntu svo viðskiptahugmyndir sínar og svöruðu í kjölfarið spurningum úr panel. Í panel sátu, Helga Valfells, meðeigandi Crowberry Capital og Magnús Scheving athafnamaður.