swirl

Google Workspace djúpköfun

Google Workspace er öflug skrifstofusvíta full af hugbúnaði til að einfalda og bæta rekstur fyrirtækja. Workspace fæddist á Netinu og býr því öll þar. Workspace hét áður Google Apps og svo G-Suite. Svítan talar vel við aðrar lausnir á Netinu og er hægt að tengja hana við ýmislegt. Það eru um 6 milljón fyrirtæki og 120 milljón nemendur sem nota Workspace í dag. Workspace býður upp á póst, spjall, fjarfundi, ritvinnslu, glærugerð, gluggareikni, gagnasvæði og ýmislegt fleira sniðugt. En hvernig er best að nýta sér Workspace og stilla það?

Á námskeiðinu er fjallað um
  • Hvað er sniðugt við Workspace?
  • Uppsetning og bestu stillingar
  • Stjórnandaviðmótið
  • Fáðu frekari aðstoð eða hjálpaðu þér sjálfur
  • Viðbætur við lausnir
  • Unnið saman í Drive
  • Spjall fyrir teymi í Chat
  • Fjarfundir með Meet
  • Meira sniðugt í kringum Workspace
Fyrir hverja

Google Workspace djúpköfun er fyrir þau sem vilja afgreiða sig sjálf með fyrirtækjapóst og allt sem því fylgir. Námskeiðið er smá tæknilegt en þó aðgengilegt flestum sem þekkja til veflausna. Workspace hentar flestum skipulagsheildum og er vinsælt hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum, skólum og stofnunum. Workspace hentar sprotum sérstaklega vel.

Leiðbeinandi:
Atli Stefán Yngvason
Atli Stefán Yngvason

Atli Stefán Yngvason er ráðsali og rekur ráðgjafafélagið Koala. Atli Stefán er uppalinn í fjarskiptabransanum og veitir fjarskipta- og ferðaþjónustufélögum ráð í markaðsmálum og upplýsingatækni. Atli er líka alhliðanörd, fylgist vel með tækni, stofnaði tæknibloggið Simon.is og er stjórnandi hlaðvarpsins Tæknivarpið. Hann elskar að fikta í tækjum og kerfum, og er alltaf að skoða eitthvað nýtt. Hann hefur unnið nokkur verkefni í kringum Workspace og er kerfisstjóri-í-láni fyrir nokkur fyrirtæki.

Segðu okkur allt um þig hér fyrir neðan og við sendum á þig kóða til að komast á skólabekk með Séní!