swirl

Myndaðu samband við viðskiptavini með Mailchimp

Hámarkaðu árangur tölvupósta til viðskiptavina. Póstlistar eru meðal öflugustu markaðstóla fyrirtækja en ekki alltaf nýttir til fulls. Á þessu námskeiði verður farið yfir bestu leiðirnar í vali á kerfum, hönnun á tölvupóstum, sendingum, eftirfylgni og greiningum á árangri.

Póstlistar geta haft áhrif á rekstur og með réttum leiðum er hægt að auka sölu með því að:

 • tilkynna nýjar vörur eða þjónustu
 • styrkja ásýnd með fallegum póstum sem nýta vörumerkið vel
 • fyrirbyggja óþarfa símtöl inn til fyrirtækisins.
Á námskeiðinu er fjallað um
 • Tölvupóstinn sem miðil
 • Val á tölvupóstkerfum til markaðssetningar
 • Viðtakendur (audience)
 • “Groups”, “tags” og “segments”
 • Söfnun á póstlista
 • Textaskrif
 • Hönnun
 • Sérsniðið efni og GIF
 • Að setja upp “Campaign” í Mailchimp
 • A/B prófun
 • Forskoðun, villuprófun og tímasetningar
 • Sjálfvirkni
 • Betra opnunarhlutfall
 • Hvernig á að setja upp plan fyrir herferð
 • Eftirfylgni og greining
 • Önnur Mailchimp tól
Fyrir hverja

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum sem selja vörur eða þjónustu á netinu / stunda vefverslun.

Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir markaðsstjóra, viðskiptastjóra, vörumerkjastjóra, og aðra stjórnendur og ásamt starfsmönnum sem koma að umsjón markaðsmála og tölvupóstsendinga fyrirtækja.

Leiðbeinandi:
Bjarni Ben
Bjarni Ben

Bjarni Ben, viðskiptastjóri hjá Pipar\TBWA. Hann starfaði hjá Sky í Bretlandi í rúmlega 3 ár við markaðssetningu á stafrænum miðlum með áherslu á tölvupósta en hefur einnig starfað sem þróunarstjóri samfélagsmiðla hjá Pipar\TBWA og fjallað um tækni undanfarin 6 ár í Tæknivarpinu.

Þið finnið Bjarna hér á LinkedIn https://www.linkedin.com/in/bjarniben

Segðu okkur allt um þig hér fyrir neðan og við sendum á þig kóða til að komast á skólabekk með Séní!