swirl

Vefið sjálf með Squarespace

Vilt þú læra að búa til flottan vef með litlum sem engum tilkostnaði? Vilt þú hafa einfalda leið til að uppfæra efni og bæta við upplýsingum á vefnum þínum? Vilt þú sleppa við tæknilegt vesen og bras við vefþjóna og hýsingu? Þá er vefsíðugerð í Squarespace fyrir þig.

Squarespace er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag en yfir 2,5 milljónir vefja nýta það. Kerfið er einfalt og þægilegt í notkun ásamt því að bjóða upp á sveigjanleika og hentar því vefjum af ýmsum stærðum og gerðum hvort sem um sé að ræða fyrirtæki, vefverslanir, einyrkja eða bloggsíður.

Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnatriði þess að setja upp nýjan vef í Squarespace, velja sniðmát sem hentar og aðlaga útlit. Einnig verður farið yfir grunnatriði þess sem einkenna góða vefi, hvað þarf að hafa í huga fyrir leitarvéla bestun og efnistökum fyrir vef.

Á námskeiðinu verður fjallað um:
  • Uppsetningu á vef Squarespace
  • Aðlögun útlits og vörumerkis
  • Efnistök og uppfærslur á efni
  • Bestu venjur við uppsetningu og leiðartré
  • Leitarvélabestun efnis
  • Vefmælingar
  • Setja upp einfalda vefverslun
  • Tengja lén við vefinn
Leiðbeinandi:
Einar Þór Gústafsson
Einar Þór Gústafsson

Einar Þór Gústafsson hefur unnið í vefmálum í rúm 20 ár. Einar lærði margmiðlun í SAE í New York og hefur starfað meðal annars sem vefstjóri Íslandsbanka og framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Meniga. Einar er einnig stofnandi Getlocal sem er vefsölukerfi sérsniðið fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og starfar nú sem Studio Manager hjá Aranja sem er ein öflugasta vefstofa landsins. Einar var einn stofnanda Samtaka vefiðnaðarins og sat í stjórn ásamt því að sinna formennsku. Verkefni á vegum Einars hafa hlotið ýmis verðlaun þ.m.t. Besti vefur Íslands á Íslensku Vefverðlaununum. Nánari upplýsingar um Einar má finna á beautyvsfunction.com.

Segðu okkur allt um þig hér fyrir neðan og við sendum á þig kóða til að komast á skólabekk með Séní!