Hraðlaið stjarna

Að taka þátt í Startup SuperNova

Startup SuperNova er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og einstakur vettvangur fyrir þróun nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja. Startup SuperNova byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu KLAK - Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst aðgangur að fullbúinni vinnuaðstöðu. Skoðaðu teymin sem tóku þátt árið 2020, 2021, 2022 og 2023!