
Að taka þátt í Startup SuperNova
Startup SuperNova er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og einstakur vettvangur fyrir þróun nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja. Startup SuperNova byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu KLAK - Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst aðgangur að fullbúinni vinnuaðstöðu. Skoðaðu teymin sem hafa tekið þátt í Startup SuperNova!

Vital Sync
VitalSync er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar tækni til að auka öryggi og styðja við sjálfstætt líf eldri borgara. Tækið fylgist með hegðun og hreyfingu notandans og getur sent tilkynningu og opnað fyrir símasamband ef atvik á sér stað, svo sem fall eða óvenjuleg breyting á mynstri. Lausnin dregur úr þörf fyrir beint eftirlit og veitir aðstandendum og þjónustuaðilum mikilvægar rauntímaupplýsingar.

MyRise
MyRise er tilfinningagreint, gervigreindarknúið líkamsræktarapp sem útbýr daglegar sérsniðnar æfingar, byggðar á þínum markmiðum og lífsstíl. Appið mætir þér þar sem þú ert, fylgist sjálfkrafa með framvindu þinni og tengir þig við hvetjandi samfélag sem styður þig áfram.

coreDMC
coreDMC er hugbúnaður sem einfaldar skipulagningu, sölu, útreikning og framkvæmd flókinna, sérsniðinna lúxusferða og kemur í stað tímafrekra verkferla með einfaldri lausn sem eykur skilvirkni, dregur úr villum og gerir afhendingu sérferða hnökralausa með hjálp gervigreindar – allt á einum stað. Hannað af DMC-aðilum fyrir DMC- og ferðaþjónustuaðila sem sérhæfa sig í Hvataferðum og ferðum betur borgandi einstaklinga.

Alda Öryggi
Alda er stafrænt öryggisstjórnunarkerfi og öryggisapp fyrir fiskiskip sem nútímavæðir öryggismál sjómanna og tryggir að farið sé eftir alþjóðlegum kröfum í öryggismálum til sjós. Kerfið er þróað í samvinnu við íslenska sjómenn og útgerðir og eykur öryggi áhafna með því að efla reglubundna öryggisþjálfun, öryggiseftirlit og öryggisvitund meðal sjómanna ásamt því að samræma öryggisstjórnun til sjós.

Bella Books
Bella Bókar er snjallt gervigreindarkerfi sem sjálfvirknivæðir allt að 80% af endurteknum bókhaldsverkefnum án þess að fyrirtæki þurfi að skipta um bókhaldskerfi. Kerfið tengist núverandi bókhaldskerfum fyrirtækja með öruggri API tengingu og sér m.a. um að færa færslur, stemma af, kalla eftir reikningum og flokka gögn. Bella Bókar sparar fyrirtækjum dýrmætan tíma og kostnað, dregur úr villum og tryggir að bókhaldið sé alltaf uppfært miðað við daginn í dag sem gerir stjórnendum kleift að bregðast við tímanlega í staðinn fyrir eftir á. Stjórnendur fá betri yfirsýn og fjármálateymin geta nýtt tímann í greiningar og stefnumótun í stað einfaldrar handavinnu.

Anime GenSys
Anime GenSys þróar hugbúnaðarlausn (SaaS) sem styður við framleiðsluferla í japanska teiknimyndaiðnaðinum. Markmiðið er að auðvelda iðnaðinum að mæta aukinni eftirspurn og styttri skilafrestum, þökk sé einstakri og sjálfbærri gervigreindarnálgun okkar sem margfaldar framleiðni listamanna í stað þess að koma í þeirra stað.

Football mobility
Football Mobility er íslenskt app sem veitir ungu fótboltafólki tækin og þekkinguna til að bæta endurheimt, koma í veg fyrir meiðsli og ná lengra í leiknum.

Atlas
Atlas er íslenskt tölvuský byggt á opnum hugbúnaði, með sjálfvirkar lausnir fyrir nútíma rekstur í gámum og gagnageymslum

Journata
Alþjóðlegur fjölmiðlavettvangur sem býður upp á háþróaðar tæknilausnir fyrir stafræna frétta- og útgáfugeirann

OptiDesign
OptiDesign er gervigreindardrifinn aðstoðarmaður sem hjálpar arkitektum og verkfræðingum að taka hraðari, snjallari og umhverfisvænni hönnunarákvarðanir