Að taka þátt í Startup SuperNova
Tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst fjárstyrkur að upphæð 1.000.000 kr. ásamt aðgangi að fullbúinni vinnuaðstöðu.
Skoðaðu teymin sem tóku þátt árið 2020.


Veiðiland
Veiðiland er sölusíða fyrir veiðileyfi og veiðiferðir í ám, vötnum og bátum út um allan heim. Síðan mun innihalda sölu á leyfum, búnaði, teningar við bílaleigur, tengingar við hótel og annað efni tengt veiði og veiðiferðum. Veiðiland is a powerful online sales portal for angling licenses and fishing trips in rivers, lakes and boats around the world, with upsell options for renting or buying equipment, food, transportation, accommodation and other fishing related content.
SaniVisionAI
Með nýjum aðferðum og nálgunum er markmiðið að fækka spítalasýkingum með því að færa tæknina inní fjórðu iðnbyltinguna. Using novel methods and approaches our aim is to reduce healthcare associated infections by bringing the technology to the 4th industrial revolution.


Vidcove
Vidcove nýtir íslenska myndgreiningartækni til að gera öll myndræn gögn fyrirtækja og stofnana leitanleg. Vidcove makes visual data searchable for corporations and government entities, using visual search technology developed in Iceland.
Stubbur
Vettvangur fyrir íþróttafélög til að selja miða, hámarka sölu á meðan viðburðum stendur ásamt betri tengingu við stuðningsmenn Platform for sports teams to sell tickets, provide In-Venue monetization and fan engagement.


BidPare
BidPare einfaldar ferlið við að afla, bera saman og samþykkja tilboð í tryggingar. Notandi skráir upplýsingar um þarfir fyrir tryggingar fjölskyldunnar, fær tilboð frá fyrirtækjunum og ítarlegan samanburð til að hjálpa til við ákvarðanatöku. Allt á einum stað!
LightSnap
Lightsnap færir ljósmyndirnar aftur í myndaalbúmin. Þú kaupir 24-mynda filmu í appinu, alveg eins og á gömlu einnota myndavélunum. Þegar þú ert búin/n að taka myndirnar, framköllum við þær og sendum þær beint heim til þín.


Quick Lookup
Quick Lookup veitir einfaldan og samþættan aðgang að heims-gögnum sem algengt er að gagna-greinendur, gagna-verkfræðingar, forritarar og gagna-drifið viðskiptafólk noti við vinnslu, hreinsun, auðgun og greiningu gagna. Markmiðið er að auka skilvirkni við gagnagreiningu og hámarka virði þeirra upplýsinga og ákvarðana sem hún skilar.
Just Björn
JustBjörn býr til og framleiðir lífrænar og bragðgóðar matvörur og fæðubótaefni sem innihalda íslenskt collagen. JustBjörn vörurnar hjálpa við að viðhalda heilbrigðum og virkum lífsstíl þar sem við teljum að líkamleg heilsa og fegurð komi innan frá.


Inch
Raddstýrð snjallsímalausn fyrir starfsmenn á faraldsfæti og sameinar verkefnastjórn, sjálfvirka tímaskráningu og samskiptakerfi í einn pakka. Með því að hnýta saman lykilþætti daglegra aðgerða starfsmanna dregur Inch úr óskilvirkni, flækjum og misskilningi á vinnustað.
Smáforrit
Kennsluappið er hugbúnaður fyrir snjalltæki sem mun innihalda mikið magn fjölbreyttra menntunarleikja fyrir hinar ýmsu námsgreinar á íslensku og öðrum tungumálum. Í boði verða bæði leikir til að tileinka sér efni og til að æfa skilning.
