Spurt & svarað
Finndu svör, upplýsingar og önnur praktísk atriði um Startup SuperNova.
Fyrir hverja?
Við óskum eftir öflugum teymum með snjallar og skapandi viðskiptalausnir sem hafa burði til að keppa á alþjóðamarkaði. Í ár verður sérstök áhersla á teymi sem eru að þróa lausnir tengdar fjarskiptageiranum og 5G tækni. Hraðallinn er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og einstakur vettvangur til að þróa áfram nýsköpunarverkefni innan rótgrónari fyrirtækja. Við yfirferð umsókna er horft til sérstöðu og nýnæmi hugmyndar, markaðar sem ætlunin er að höfða til, samsetningu teymisins og áhuga og vilja þeirra til að fara út fyrir þægindarammann og vinna ötullega að markmiðum sínum.
Viðvera
Þau teymi sem valin eru til þátttöku fá aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu meðan á verkefninu stendur. Við hvetjum ykkur til að nýta þau tækifæri sem felast í samveru við aðra frumkvöðla. Skipulögð dagskrá fer fram í hverri viku. Þátttakendur þurfa að taka þátt í undirbúningi fyrir fjárfestadag verkefnisins og lokadeginum sjálfum sem fram fer í Reykjavík þann 20. september.
Er hraðallinn einnig fyrir fyrirtæki sem eru nú þegar í rekstri?
Það er ekki skilyrði að fyrirtækin séu nýstofnuð, enda er algengt að nýjar hugmyndir verði til hjá starfsfólki rótgrónari fyrirtækja. Slík fyrirtæki geta sent teymi í Startup SuperNova til að þróa áfram nýja hugmynd eða tækni.
Hvað kostar að taka þátt?
Þátttaka í hraðlinum kostar ekkert.
Er viðskiptahugmyndin mín örugg í ykkar höndum?
Já. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarupplýsingar.
Hvar er aðsetur Startup SuperNova?
Startup SuperNova er starfrækt í hjarta Vísindagarða í Grósku, þar sem finna má suðupott nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Íslandi í nálægð við háskóla, Landspítalann og mörg helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins. Sú staðsetning veitir einstakt tækifæri til tilrauna, þekkingarflæðis og verðmætasköpunar.
Innifalið
Aðgangur að vinnuaðstöðu og háhraða nettengingu. Þátttakendur fá aðgang að stórum hópi leiðandi sérfræðinga og fjölda tækifæra til að efla tengslanetið og koma hugmyndinni á framfæri. Við bjóðum upp á stútfulla dagskrá meðan á hraðlinum stendur sem miðar að því þróa áfram viðskiptahugmyndir og koma vöru á markað.
Umsóknarferlið
Til þess að eiga kost á því að sækja um í Startup SuperNova þurfa þátttakendur að hafa setið tveggja daga Superclass þar sem áhersla verður lögð á að útbúa 18 mánaða aðgerðaráætlun sem skila þarf inn með umsókninni. Eftir að Superclass lýkur hafa þátttakendur rúmar tvær vikur til þess að ljúka umsókninni og sækja um í sjálfan hraðalinn. Hópur vel valdra sérfræðinga mun fara yfir umsóknirnar og gefa þeim einkunn. Um 20 stigahæstu teymin verða boðuð í viðtal og að lokum eru tíu teymi valin til þátttöku. Niðurstaða verður svo kynnt með góðum fyrirvara áður en hraðallinn hefst 6. ágúst. Hér er hægt er að skrá sig í Superclass Startup SuperNova.
Fleiri spurningar?
Endilega hafðu samband í tölvupósti á netfangið [email protected]