Hraðlaið stjarna

Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki

Þátttaka í Startup SuperNova miðar að því að hraða framgangi sprotafyrirtækja og gera þau að álitlegum fjárfestingarkosti. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga, þar á meðal reyndum frumkvöðlum og fjárfestum. Startup SuperNova hefst dagana 21.-22. júní á öflugu Masterclass námskeiði. Við tekur sex vikna viðskiptahraðall á vegum KLAK - Icelandic Startups, sem hefur áratuga reynslu af umsjón viðskiptahraðla og stuðningi við sprotafyrirtæki. Startup SuperNova lýkur svo með glæsilegum fjárfestadegi þann 22. september.