Hraðlaið stjarna

Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki

Þátttaka í Startup SuperNova miðar að því að koma vöru á markað. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda sinna og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga, þar á meðal reyndum frumkvöðlum og fjárfestum. Hraðallinn byrjar 7. júní, stendur yfir í tíu vikur og lýkur með fjárfestadegi 13. ágúst. Hraðlinum er skipt upp í þrjá fasa; mótun, framkvæmd og kynningu.

Mótun

Viðskiptalíkan: Endurgjöf / Mentorfundir / Viðskiptavinur

Vika 1

Business model + Plus value proposition

Farið verður yfir markmið og væntingar þátttakenda. Helstu áskoranir og mikilvægar vörður skilgreindar fyrir sumarið auk þess sem fjallað verður um teymisvinnu. Kynnt verður aðferðarfræði Lean Canvas og hvernig hann nýtist við mótun viðskiptahugmynda. Lögð verður sérstök áhersla á að skilgreina það virði sem teymin vilja skapa. Farið verður yfir ýmsa hagnýta þætti við stofnun fyrirtækja, s.s. hluthafasamkomulag og fjölmörg tól og tæki dregin fram sem nýst geta frumkvöðlum vel á fyrstu stigum. Kynnt verður fyrirkomulag mentorfunda og æskilegur undirbúningur þeirra.

Vika 2

Product-market fit + customer validation

Viðskiptavinurinn er settur í öndvegi og lögð áhersla á að finna Product-Market Fit. Aðferðarfræði Steve Blank um Customer Development er lögð til grundvallar auk þess sem þátttakendur kynnast aðferðum Design Thinking og Customer Journey Mapping svo fátt eitt sé nefnt. Við fáum innsýn í reynslu reyndari frumkvöðla sem sækja hraðalinn heim auk þess sem fyrstu fundir þátttakenda með mentorum hefjast.

Vika 3

MVP + Product development

Fjallað verður um vöruþróun, frumgerð, notendaviðmót og prófanir. Fundir með mentorum halda áfram auk þess sem reyndir frumkvöðlar sækja verkefnið heim og miðla af reynslu sinni. Fyrsti opni viðburðurinn fer fram um miðja vikuna þar sem fimm teymi kynna viðskiptalausnir sínar fyrir fullu húsi gesta. Þátttakendur fá sérstaka pitch þjálfun til undirbúnings.

Vika 4

Marketing + design

Farið verður yfir markaðssetningu, einblöðunga og hönnun með aðstoð reyndra einstaklinga úr atvinnulífinu. Mentorfundirnir halda áfram þar sem mentorar miðla þekkingu sinni til þátttakenda og svara spurningum þeirra.

Framkvæmd

Frumgerð: Vöruþróun / Hönnun / Markaðsmál

Vika 5

Business model + Plus value proposition

Sala vöru og/eða þjónustu og vöxtur fyrirtækja verður aðal áhersluefni vikunnar. Við fáum fyrirlestra frá reyndu fólki úr atvinnulífinu. Frumkvöðlar segja frá sögu sinni, farið verður yfir hugverk og einkaleyfismál og loks verður farið yfir pitch tækni.

Vika 6

Business model + Plus value proposition

Þessi vika snýst öll um fjármálin. Farið verður yfir hvernig fjármagna má fyrirtæki, skoðað verður í því samhengi styrkir sem eru í boði sem og aðrar fjármögnunarleiðir. Farið verður í gerð fjárhagsáætlana og að sjálfsögðu verða mentorfundirnir á sínum stað.

Vika 7

Business model + Plus value proposition

Nú eru teymin farin að huga að fjármögnun. Skoðað verður hvernig fjármögnunarumhverfið er á Íslandi og farið verður í að skoða uppsetningu á fjárfesta pitchi. Við fáum fyrirlestur um hvernig hægt er að minnka stress þegar vinnuálag er mikið. Mentorfundirnir verða á sínum stað en nú fer að líða að því að þeim fari að ljúka. Vikunni líkur svo með opnum viðburði þar sem síðustu fimm teymin munu pitcha hugmynd sinni fyrir gestum og gangandi.

Vika 8

Business model + Plus value proposition

Fókus vikunnar er að gera teymin tilbúin fyrir fundi með fjárfestum. Þá verður farið yfir framkomu og kynningar og teymin undirbúin fyrir fundi með fjárfestum. Við fáum gríðarlega flotta gesti til okkar með víðtæka reynslu á sviði fjárfestingar og framkomu. Síðustu mentorfundir hraðalsins fara fram í þessari viku þar sem teymin fá meðal annars ráðleggingar frá reyndum erlendum fjárfestum.

Kynning

Viðskiptalíkan: Endurgjöf / Mentorfundir / Viðskiptavinur

Vika 9

Business model + Plus value proposition

Við höldum áfram að undirbúa teymin fyrir fundi með fjárfestum. Í þessari næst síðustu viku hraðalsins munu teymin æfa pitchin sín fyrir framan reynda frumkvöðla, ráðgjafa og fjárfesta sem munu í senn gefa endurgjöf á pitchin. Einnig höldum við áfram að þjálfa teymin í framkomu með aðstoð leikkonunnar Maríu Ellingsen.

Vika 10

Business model + Plus value proposition

Þá er síðasta vikan gengin í garð. Teymin eru á fullu að undirbúa sig fyrir lokadaginn sem streymt verður í beinni útsendingu á visir.is. Þau munu áfram fá þjálfun í framkomu og raddbeitingu til að skila sínum kynningum vel til áhorfanda heima í stofu. Síðustu 10 vikur hafa sum teymin farið frá því að vera einungis með hugmynd í kollinum og upp í það að vera komin með vel mótaða viðskiptahugmynd. Sum teymin eru nú þegar komin með vöru á markað og stóran viðskiptavinahóp og leitast nú við að ná enn lengra.