
Alda Öryggi
Alda er stafrænt öryggisstjórnunarkerfi og öryggisapp fyrir fiskiskip sem nútímavæðir öryggismál sjómanna og tryggir að farið sé eftir alþjóðlegum kröfum í öryggismálum til sjós. Kerfið er þróað í samvinnu við íslenska sjómenn og útgerðir og eykur öryggi áhafna með því að efla reglubundna öryggisþjálfun, öryggiseftirlit og öryggisvitund meðal sjómanna ásamt því að samræma öryggisstjórnun til sjós.