
Vital Sync
VitalSync er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar tækni til að auka öryggi og styðja við sjálfstætt líf eldri borgara. Tækið fylgist með hegðun og hreyfingu notandans og getur sent tilkynningu og opnað fyrir símasamband ef atvik á sér stað, svo sem fall eða óvenjuleg breyting á mynstri. Lausnin dregur úr þörf fyrir beint eftirlit og veitir aðstandendum og þjónustuaðilum mikilvægar rauntímaupplýsingar.