Baksviðs

Nova elskar svo margt!

Nova elskar svo margt!

Notaðu netið. Nýttu þér snjalltækin. Þau eiga að einfalda lífið, en ekki taka það yfir. Taktu til á tímalínunni þinni, veldu vel þá sem þú fylgir. Fáðu innblástur og bættu líf þitt. Ekki elta bara eitthvað. Ekki týna þér í tímalínunni. Ekki festast í lífi annarra. Hugsaðu áður en þú ferð í símann. Vertu á staðnum.

Vertu á staðnum
Skrunaðu

Nova ❤️ Geðrækt

Nova mun setja hátalarana á hæsta styrk og vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig er hægt að bæta andlega líðan.

Við viljum hvetja fólk til þess að vera meðvitað um skjátíma, skrun á samfélagsmiðlum og sjónvarpsgláp. Í staðin fyrir að stara á símann er bæði hægt að kíkja inná við eða fara út að leika með vinum og fjölskyldu.

Nova ❤️ Tónlist

Frá upphafi hefur Nova stutt við íslenska tónlist með vinatónum, tonlistinn.is, ótal tónleikum og ótrúlegum viðburðum. Nova hefur dansað með tónlistinni í 10 ár og heldur áfram að koma nýjum danssporum á gólfið! Sjá Tónlistann.

Nova ❤️ Náttúruna

Endurgræddu hjá Nova! Viðskiptavinir geta skilað gamla góða símanum, spjaldtölvunni eða snjallúrinu til Nova og fengið brakandi ferska inneignarnótu í staðin. Nova kemur gömlu græjunni í grænt ferli og allir verða glaðir.

Grænu fótsporin ná alla leið upp á skrifstofu. Þar er lítil notkun á pappír og einnota dóti og allir passa upp á að það sem endar í tunnunni sé einstaklega vel flokkað. Nánar um Endurgræddu

Nova ❤️ Fólk

Nova leggur sitt af mörkum í samvinnu við landhelgisgæsluna, lögregluna og björgunarsveitirnar með aðstoð við þróun á tæknibúnaði sem er notaður við leitir og neyðarrýmingu í jarðskjálftum, eldgosum og flóðum.

Það eru allir velkomnir á stærsta skemmtistað í heimi, þar er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur fram við hvort annað af virðingu.

Í markaðsefni og samskiptum erum við meðvituð um að við erum öll allskonar og þess vegna forðumst við staðalímyndir. Það væri heldur ekkert gaman ef allir væru eins.

Nova er fyrsti vinnustaður margra starfsmanna. Við þjálfum starfsfólkið okkar af miklum áhuga og erum til staðar fyrir þau og hvetjum þau áfram á hliðarlínunni. Við erum stolt af því hvernig við tæklum verkefnin okkar og erum dugleg að miðla okkar þekkingu bæði í atvinnulífinu sem og menntastofnunum.

Já er uppáhalds orðið okkar og við erum alltaf jákvæð í öllum okkar samskiptum, bæði við viðskiptavini og hvort annað.

Nova ❤️ Nýsköpun

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova. Verkefnið var stofnað árið 2020. Þáttaka í hraðlinum er að fullu styrkt af Nova sem er bakhjarl verkefnisins.

Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við að þróa viðskiptahugmyndina sína og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga sem að gefa góð ráð og styðja við þátttakendur, þar á meðal eru reyndir frumkvöðlar og fjárfestar.

Nova elskar frábærar hugmyndir og við viljum svo sannarlega taka þátt í að koma hugmyndum framtíðarinnar á framfæri.

Í meira en 10 ár hefur Nova verið stoltur styrktaraðili Gulleggsins. Gulleggið er frumkvöðlakeppni þar sem þáttakendur fá tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Við elskum nýjungar og frábærar hugmyndir!

Nova ❤️ Jafnrétti

Allir dansarar á stærsta skemmtistaðnum njóta jafnra launakjara fyrir jafn flókna dansa. Nova starfrækir vottað jafnlaunakerfi til að tryggja jafnrétti á vinnustaðnum og skuldbundið sig til að skjalfesta og viðhalda því um ókomna framtíð. (Unnið í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012)

Reglulega eru framkvæmdar launagreiningar og niðurstöður kynntar öllum dönsurum. Ef það koma upp frávik frá markmiðum okkar er gert aðgerðaplan um það sem betur má fara og það kynnt vel fyrir starfsfólki.

Á hverju ári munum við gera úttekt og rýni á jafnlaunakerfinu til að tryggja gæði þess og framkvæma nauðsynlegar umbætur. Framkvæmdastjórn Nova ber sameiginlega ábyrgð á að jafnlaunastefnu sé framfylgt og að jafnlaunakerfið standist lög um jafna stöðu og rétt kynjanna.