nav-trigger
navigateupTil baka

Saga Nova

Nova ehf. var stofnað í maí 2006 . Í lok mars 2007 fékk Nova úthlutað 3G rekstrarleyfi og opnaði svo formlega 1. desember 2007. Þann 4. apríl 2013 hóf Nova 4G/LTE þjónustu, fyrst íslenskra símafyrirtækja. Nova á og rekur eigið 3G /4G farsíma- og netkerfi á landsvísu.

Um Nova 2017 from Nova.is on Vimeo.

Nova opnar dyr að stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Nova er stærsta farsímafyrirtæki á Íslandi með 34,4% markaðshlutdeild 1. júlí 2016 skv. Póst- og fjarskiptastofnun.

Nova hefur í gegnum árin hlotið fjölda viðurkenninga m.a. Markaðsfyrirtæki ársins 2009 og 2014 og í topp þremur árið 2011 og 2013. Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir Nova ánægðustu viðskiptavinir í farsímaþjónustu á Íslandi sl. 8 ár.

Það starfa um 150 starfsmenn hjá Nova í 137 stöðugildum, fólk með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu.

Stjórnendur

Samskipti milli starfsmanna og deilda eru óformleg, við erum öll í sama liðinu!

Stjórnunarstefna Nova er einföld: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig, vertu góð fyrirmynd og láttu verkin tala.

Skipurit

Vinnustaðurinn

Stefna Nova í starfsmannamálum er að skapa sterka og öfluga liðsheild og veita starfsmönnum fyrirtækisins stuðning og hvatningu til að gera Nova að besta vinnustað í heimi. Hjá Nova er lögð áhersla á að laða að starfsmenn sem hafa metnað til að ná árangri í starfi; einstaklinga sem vilja takast á við krefjandi verkefni, geta tekið ábyrgð og sýnt frumkvæði og sveigjanleika í starfi. Kallað er eftir virkri þátttöku starfsmanna í öllu sem gert er – því það gerir okkur að því sem við erum. Miklar kröfur eru gerðar til starfsmanna Nova og um leið lögð áhersla á að starfsmenn upplifi stuðning og sveigjanleika frá stjórnendum fyrirtækisins.

Hjá Nova er starfræktur Nova skóli sem ætlað er að ýta undir að faglega sé staðið að móttöku nýliða og endurmenntun starfsmanna. Reglulega eru haldnir vinnufundir með öllum starfsmönnum þar sem rætt er um stefnumótun og innviði fyrirtækisins. Þá er reglulega rætt við starfsmenn um frammistöðu auk þess sem formleg starfsmannasamtöl fara fram einu sinni á ári.

Rík áhersla er lögð á að starfsmenn virði þá ábyrgð sem þeim er sýnd varðandi meðhöndlun upplýsinga og þeir gæti fyllsta trúnaðar í öllu er viðkemur starfinu og vinnustaðnum.

Öryggisstefna

Inngangur

Það er ásetningur Nova að eignir Nova, þar með talin gögn og aðrar upplýsingar, séu svo vel varin sem kostur er og í fyllsta samræmi við fyrirmæli yfirvalda, lög og reglugerðir. Verja þarf upplýsingar Nova fyrir öllum ógnum, hvort sem þær eru innri eða ytri, og hvort sem þær eru af ásetningi, vegna óhappa eða af slysni. Innleiðing og framkvæmd stefnunnar er mikilvæg til að fullvissa starfsmenn, samstarfsaðila, viðskiptavini og birgja um að Nova stjórni öryggi upplýsinga sinna með ábyrgum hætti.

Markmið stefnunnar

Markmið þessarar stefnu er að vernda upplýsingar fyrirtækisins á skilvirkan hátt ásamt því að tryggja samfelldan rekstur og lágmarka rekstraráhættu. Áhersla er á að varðveita trúnað, heilleika og tiltækileika upplýsinga Nova þannig að þær nýtist sem best í starfsemi fyrirtækisins.
Það er markmið Nova að öryggi upplýsinga sé óaðskiljanlegur hluti reksturs upplýsinga- og fjarskiptakerfa og annarrar starfsemi Nova.

Umfang

Stefna þessi tekur til allrar starfsemi Nova. Stefnan nær til allrar umgengni og vistunar upplýsinga hjá fyrirtækinu á hvaða formi sem er og á hvaða miðli sem er.
Stefnan nær til samskipta starfsmanna, samstarfsaðila, viðskiptavina og birgja. Hún nær einnig til hvers konar skráningar, vinnslu, samskipta, dreifingar, geymslu og eyðingar upplýsinga hjá Nova. Stefnan tekur jafnframt til húsnæðis og búnaðar þar sem upplýsingar eru meðhöndlaðar eða vistaðar.

Stefnumið

Nova hefur eftirfarandi markmið með stefnunni:

 1. Upplýsingar séu réttar og aðgengilegar þeim sem aðgangsrétt hafa þegar þörf er á.
 2. Upplýsingar séu óaðgengilegar óviðkomandi og varðar gegn skemmdum, eyðingu eða uppljóstrun til óviðkomandi hvort sem er af ásetningi eða gáleysi.
 3. Leynd upplýsinga og trúnaði sé viðhaldið.
 4. Upplýsingar séu varðar gegn þjófnaði, eldi, náttúruhamförum og öðrum slíkum ógnum.
 5. Upplýsingar séu varðar gegn skemmdum og eyðingu af völdum tölvuveira og annars spillihugbúnaðar.
 6. Áætlanir séu gerðar um samfelldan rekstur, þeim sé viðhaldið og þær prófaðar eins og kostur er.
 7. Öryggisatvik, brot eða grunur um veikleika í öryggi upplýsinga séu tilkynnt og rannsökuð og gerðar viðeigandi úrbætur.
 8. Áhætta vegna vinnslu og varðveislu upplýsinga sé innan skilgreindra áhættumarka.

Ábyrgð

Ábyrgð á framkvæmd og viðhaldi stefnunnar skiptist þannig:

 1. Framkvæmdastjórn Nova ber ábyrgð á stefnunni og endurskoðar hana reglubundið.
 2. Stjórnendur Nova bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar.
 3. Stjórnendur Nova bera ábyrgð á því að kröfur fyrirtækisins um öryggi upplýsinga séu tilgreindar í samningum við samstarfsaðila, viðskiptavini og birgja í samræmi við áhættumat.
 4. Öryggisstjóri Nova ber ábyrgð á framkvæmd stefnunnar og beitir til þess viðeigandi stöðlum og bestu aðferðum.
 5. Öryggisnefnd Nova ber að rýna viðbrögð vegna öryggisatvika og innleiða breytingar á öryggisstefnu, ferlum, skipulagi eða viðbrögðum ef tilefni er til.
 6. Öllum starfsmönnum Nova ber að vinna samkvæmt stefnunni. Þeir bera ábyrgð á að fylgt sé þeim stýrimarkmiðum og verklagsreglum sem eiga að tryggja framkvæmd stefnunnar. Þeir sem ógna öryggi upplýsinga Nova af ásettu ráði eiga yfir höfði sér málshöfðun eða aðrar viðeigandi lagalegar aðgerðir.
 7. Öllum starfsmönnum Nova ber að tilkynna um öryggisatvik og veikleika sem varða öryggi upplýsinga.

Endurskoðun

Þessi stefna er endurskoðuð árlega og oftar ef þörf krefur til þess að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Nova.

Samþykkt

Framkvæmdastjórn Nova hefur samþykkt þessa stefnu og styður framkvæmd hennar.

febrúar2017

Nova hlýtur hæstu einkunn allra farsímafyrirtækja hjá Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2016.

Nova hlýtur hæstu einkunn allra farsímafyrirtækja hjá Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2016.

desember2016

Liv Bergþórsdóttir maður ársins í atvinnulífinu.

maí2016

Nova eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum VR, í 4. sæti í flokki fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn.

febrúar2016

Nova hlýur hæstu einkunn hjá Íslensku ánægjuvoginni

Nova hlýtur hæstu einkunn allra farsímafyrirtækja hjá Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2015

desember2015

Nova hlýtur viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

mars2015

Nova hlýur Nexpo verðlaun fyrir Nova Snapchat

Nova Snapchat hlýtur verðlaun frá Nexpo fyrir stafrænt markaðsstarf ársins

mars2015

Nova hlýur Lúður fyrir Nova Snapchat

Nova Snapchat hlýtur Lúður fyrir bestu notkun á samfélagsmiðlum á árinu (ÍMARK)

febrúar2015

Nova hlýur hæstu einkunn hjá Íslensku ánægjuvoginni

Nova hlýtur hæstu einkunn allra farsímafyrirtækja hjá Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2014

nóvember2014

Nova valið markaðsfyrirtæki ársins 2014 (ÍMARK)

október2014

Nova með mestu markaðshlutdeildina í gagnanotkun og í tækjum

Mesta markaðshlutdeild í gagnanotkun í farsímum (60,2%) og í tækjum (81,2%) skv. PFS

febrúar2014

Vinnum Lúður fyrir Novasveinana

Útvarpsauglýsingin Novasveinarnir hlýtur Lúður fyrir bestu útvarpsauglýsingu ársins (ÍMARK)

maí2013

Nova númer tvö í farsímaþjónustu

Nova er númer tvö í farsímaþjónustu, með 29,2% markaðshlutdeild skv. Póst- og fjarskiptastofnun.

maí2013

Nova eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum VR, í 2. sæti í flokki fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn.

apríl2013

4G/LTE í loftið hjá Nova 04.04

Nova fyrst farsímafyrirtækja á Íslandi til að bjóða 4G/LTE þjónustu á Íslandi.

febrúar2013

Nova hlýtur hæstu einkunn allra fyrirtækja á Íslandi í Íslensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð!

desember2012

Viðskiptavinir Nova eru 112.930 talsins, um 28% markaðshlutdeild.

maí2012

Nova eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum VR, í 4. sæti í flokki fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn.

febrúar2012

Nova hlýtur hæstu einkunn allra fyrirtækja á Íslandi í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2011.

janúar2012

Viðskiptavinir Nova orðnir 100.000!

desember2011

Viðskiptavinir Nova eru 99.636. 25,8% markaðshlutdeild.

nóvember2011

Nova meðal þriggja efstu í valinu á markaðsfyrirtæki ársins 2011 (ÍMARK).

september2011

Nova fær 4G/LTE tilraunaleyfi.

febrúar2011

Nova hlýtur Íslensku vefverðlaunin. Nova.is besti sölu- og kynningarvefurinn.

febrúar2011

Viðskiptavinir Nova ánægðastir allra viðskiptavina á Íslandi.

Nova hlýtur hæstu einkunn allra fyrirtækja á Íslandi í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2010.

desember2010

Viðskiptavinir Nova eru 82.545 talsins. Rétt tæplega 22% markaðshlutdeild.

janúar2010

Nova hlýtur hæstu einkunn allra farsímafyrirtækja á Íslandi í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2009.

desember2009

Viðskiptavinir Nova eru 63.254. Rétt tæplega 18% markaðshlutdeild.

nóvember2009

Nova valið markaðsfyrirtæki ársins 2009 (ÍMARK)

febrúar2009

Nova hlýtur Lúður - íslensku auglýsingaverðlaunin fyrir ælupoka Nova.

desember2008

Viðskiptavinir Nova eru rétt rúmlega 30.000 talsins. 8% markaðshlutdeild.

júní2008

3G þjónustusvæði Nova stækkað. Öllum kröfum fjarskiptaútboðsins mætt.

desember2007

Nova opnar og hefur þjónustu

Formleg opnun aðeins 8 mánuðum frá úthlutun leyfisins.

mars2007

Nova fær 3G rekstrarleyfi. Undirbúningur og opnun Nova fer á fullt.

desember2006

Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir 3G útboðið

júní2006

Nova fær 3G tilraunaleyfi

Upplýsingar um Nova

Nafn fyrirtækisNova ehf.
SkráningNova ehf. er skráð hlutafélag í fyrirtækjaskrá.
StjórnarformaðurHugh Short.
StjórnarmennSigþór Sigmarsson, Birna Hlín Káradóttir og Sophie Minich.
FramkvæmdastjóriLiv Bergþórsdóttir.
HöfuðstöðvarLágmúla 9, 108 Reykjavík.
Kennitala531205-0810
VSK númer94181
Veffangnova.is
Netfangnova@nova.is
Sími519 1000
Fax519 1001