Baksviðs

Fyrir­tæk­ið

Nova hf. var stofnað í maí 2006. Í lok mars 2007 fékk Nova úthlutað 3G rekstrarleyfi og opnaði svo formlega 1. desember 2007. Þann 4. apríl 2013 hóf Nova 4G/LTE þjónustu, fyrst íslenskra símafyrirtækja og þann 10. október 2017 setti félagið fyrstu 4.5G sendana í loftið. Nova á og rekur eigið 4G/4.5G farsíma- og netkerfi á landsvísu. Í febrúar 2019 hóf Nova prófanir á fyrsta 5G sendinum á Íslandi og 5.5.2020 fór Nova í loftið með 5G farsíma- og netþjónustu, fyrst allra farsímafyrirtækja á Íslandi. Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu skv. Íslensku ánægjuvoginni sl. 13 ár. Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi.

Samskipti milli starfsmanna og deilda eru óformleg, við erum öll í sama liðinu! Stjórnunarstefna Nova er einföld: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig, vertu góð fyrirmynd og láttu verkin tala.

Skipurit Nova

Upplýsingar um Nova

Nafn fyrirtækis
Nova hf
Skráning
Nova hf. er skráð hlutafélag í fyrirtækjaskrá
Stjórnarformaður
Hugh Short
Stjórnarmenn
Gísli Valur Guðjónsson, Tina Pidgeon, Hrund Rudólfsdóttir
Forstjóri
Margrét Tryggvadóttir
Höfuðstöðvar
Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Kennitala
531205-0810
VSK númer
94181
Veffang
nova.is
Netfang
nova@nova.is
Sími
519 1000