Baksviðs
Fyrirtækið
Nova hf. var stofnað í maí 2006. Í lok mars 2007 fékk Nova úthlutað 3G rekstrarleyfi og opnaði svo formlega 1. desember 2007. Þann 4. apríl 2013 hóf Nova 4G/LTE þjónustu, fyrst íslenskra símafyrirtækja og þann 10. október 2017 setti félagið fyrstu 4.5G sendana í loftið. Nova á og rekur eigið 4G/4.5G farsíma- og netkerfi á landsvísu. Í febrúar 2019 hóf Nova prófanir á fyrsta 5G sendinum á Íslandi og 5.5.2020 fór Nova í loftið með 5G farsíma- og netþjónustu, fyrst allra farsímafyrirtækja á Íslandi. Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu skv. Íslensku ánægjuvoginni sl. 11 ár. Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi.
Samskipti milli starfsmanna og deilda eru óformleg, við erum öll í sama liðinu! Stjórnunarstefna Nova er einföld: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig, vertu góð fyrirmynd og láttu verkin tala.
