Verið velkomin baksviðs!
Nova býður þér inn á stærsta skemmtistað í heimi, internetið! Við skorum stöðugt á markaðinn, reglurnar, gömlu risaeðlurnar og viljum vera fyrst inn í framtíðina með snjallari lausnir. Við leggjum áherslu á framúrskarandi þjónustu og að viðskiptavinir fái mest fyrir peninginn.
Nova liðið
Stærsti skemmtistaður í heimi er ekki bara slagorð Nova heldur nær það líka utan um anda fyrirtækisins. Sérstaða Nova er kúltúrinn sem setur tóninn fyrir vörumerkið og nær líka utan um markmið okkar um að veita jákvæða og framúrskarandi þjónustu. Andi Nova er í takti við starfsemi fyrirtækisins: Ferskur, öðruvísi og skemmtilegur. Jákvæður og hreinskilinn. Nova kúltúrinn er lykilþáttur í hugmyndafræði okkar og við hvetjum stöðugt til nýrra aðferða við að framkvæma hlutina!
Glatt og flatt
Vinnustaðurinn er glaðlegur og starfsfólkið er samloðandi þáttur í því. Við leggjum áherslu á samvinnu og jöfnuð í daglegu starfi og reynum eftir fremstu getu að fletja út valdapíramídann. Við erum rígmontin af okkar hæfileikaríka og reynslumikla hópi starfsfólks og mikla starfsánægju sem mælist hjá fyrirtækinu.
Fyrirtækið okkar
Nova er leiðandi frumkvöðull á sínu sviði en við leggjum áherslu á að bjóða framúrskarandi þjónustu og snjallar lausnir. Við erum fyrirtæki með sterka innviði og erum stolt af því að eiga ánægðustu viðskiptavinina og vera eitt vinsælasta vörumerki á Íslandi. Lykilinn að árangrinum er sterk sýn og liðsheild í Nova liðinu.
Ferðalag Nova
UPPHAFIÐ
Nova hf. var stofnað í maí 2006.
UPPLAUSN Á MARKAÐI
Í lok mars 2007 fékk Nova úthlutað 3G rekstrarleyfi og opnaði svo formlega 1. desember 2007.
FYRST MEÐ 4G
Nova hóf að bjóða upp á 4G/LTE þjónustu í apríl 2013, fyrst íslenskra símafyrirtækja.
LJÓSIÐ KVIKNAR
Nova stígur inn á ljósleiðaramarkað í apríl 2016. Bara hraðasta netið, styttri biðtími, enginn heimasími, sagt bless við myndlykla og algjörlega ný nálgun.
KAUP Á SÍMAFÉLAGINU
Undir lok ársins 2017 var gengið frá kaupum á Símafélaginu en kaupin fólu í sér þýðingarmikla breytingu sem markaði inngöngu Nova á fyrirtækjamarkaðinn.
4.5G FER Í LOFTIÐ
Nova setti fyrstu 4.5G sendana í loftið í október 2017.
NOVA TV
Í ágúst 2018 hleyptum við NovaTV af stokkunum en það er ókeypis sjónvarpsþjónusta yfir netið.
5G FER Í LOFTIÐ
Þann 5. maí 2020 hóf Nova að bjóða upp á 5G þjónustu, fyrst íslenskra símafyrirtækja, og hélt þannig áfram að ryðja veginn á sínu sviði eins og áður.
Endalaus jánægja!
Markmið okkar er eiga ánægðustu viðskiptavinina og að þeir fái mest fyrir peninginn hjá Nova. Við erum Takklát, auðmjúk og stolt af eiga ánægðustu viðskiptavinina í fjórtán ár. Við einblínum á upplifun viðskiptavina en með því uppskerum við ánægða viðskiptavini sem eru einmitt lykillinn að árangri. Þetta hefur komið skýrt fram í Íslensku ánægjuvoginni sem mælir ánægju viðskiptavina en þar hefur Nova unnið 15 ár í röð en ekkert fyrirtæki hefur náð viðlíka árangri.
Sterkir innviðir í takt við tímann
Innviðir Nova byggja á sérkunnáttu starfsfólks okkar í hönnun og stjórnun ólíkra og flókinna símkerfa.
Eigin innviðir
Nova á og rekur eigið farsímakerfi á landsvísu, bæði dreifikerfi og kjarna fyrir 3G, 4G, 4.5G og 5G. Nova á einnig og rekur sitt eigið IP netkerfi og bylgjukerfi.
Samstarfsverkefni
Í gegnum samrekstrarfélagið Sendafélagið á Nova í samvinnu við Sýn hf. um aðgengi að sendastöðum og sendum hjá hvoru öðru á 2G, 3G, 4G og 4.5 farsímakerfum.
Leigður aðgangur
Nova býr að tíðnikerfi, 648 sendum og sendastöðum ásamt reiki á yfir 450 símkerfum erlendis, auk öflugrar ljósleiðaratengingar og sæstrengs.
Fjarskiptakerfi í fararbroddi
Árið 2021 fór 60,3% af farsímanetnotkun Íslands í gegnum Nova. Nova keyrir á öflugasta netkerfinu sem setur engin takmörk á afkastagetu í samræmi við það markmið að viðhalda kerfi sem afkastar alltaf umfram eftirspurn og styður þannig við tækninýjungar. Yfirburðastaða Nova á markaðnum er sönnun fyrir afkastagetu kerfisins og hefur gert fyrirtækið eftirsóknarvert hjá kröfuhörðustu og framsæknustu viðskiptavinum markaðarins.
Öflugir innviðir
Nova hefur frá upphafi lagt áherslu á að vera leiðandi fyrirtæki í þróun fjarskiptainnviða á Íslandi með því að fjárfesta að meðaltali um 12% af tekjum í uppbyggingu á eigin kerfum félagsins. Árið 2021 var sérstök áhersla lögð á þróun á virkum innviðum í eigu Nova með sölu á óvirkum innviðum til Íslandsturna. Um leið var leigusamningur undirritaður til 20+20 ára á 365 sendastöðum sem tryggði mikilvægar staðsetningar fyrir netkerfi Nova til frambúðar. Enginn virkur netkerfabúnaður var seldur.
Breitt og yfirgripsmikið tíðnisvið
Nova hefur aðgang að öflugu breiðu tíðnisviði. Við höfum fengið úthlutanir á tíðnisviðum til allt að 10-15 ára og eru öll þau tíðnisvið í góðri nýtingu þar sem Nova hefur fylgt eftir úthlutun á tíðni með uppbygginu á tíðnisviði.
Nova ❤️ svo margt!
Nova elskar allskonar og viljum vera virkur partur af því að skapa betra og skemmtilegra samfélag fyrir framtíðina!
Blómlegur bisniss!
Hér geta hluthafar, fjárfestar og talnanördar nálgast ítarlegri upplýsingar um blómlega bisnessinn hjá Nova!