Dansgólfið

28. feb 2022

Fjar­skipta­kerfi Nova

Nova á og rekur eigið farsíma- og netkerfi á landsvísu og var fyrsta fjarskiptafyrirtækið á markaðnum til að bjóða Íslendingum upp á 3G, 4G, 4.5G og 5G farsíma- og netþjónustu. Við viljum alltaf vera best á netinu!

Nova hefur yfir að ráða breiðu tíðnisviði og hefur bestu nýtingu á tíðnum skv. greiningu Fjarskiptastofu (áður Póst- og fjarskiptastofu).

Farsímakerfið telur um 648 senda og sendastaði um land allt. Samhliða því að byggja upp kerfið er sífellt unnið að því að gera það betra og þétta kerfið á kortinu til þess til að auka afköst. Fjarskiptakerfi Nova er einnig byggt upp með tilliti til þess að hámarka rekstraröryggi.

Nova hefur líka aðgang að GSM þjónustu sem nær til 99% landsmanna í gegnum starfsemi Sendafélagsins. En meira um Sendafélagið síðar!

Erlendis býður Nova alþjóðlega reikiþjónustu í yfir 200 löndum og er nú lögð áhersla á að fjölga löndum með 4G reikiþjónustu.

IP Fjarskiptakerfið

IP fjarskiptanet Nova nær til allra helstu byggðarkjarna landsins utan Vestfjarða. Stöðug uppbygging er í gangi í takt við notkun og þarfir markaðarins. Fjarskiptanetið byggir á hágæða fjarskiptabúnaði og liggur það til grundvallar annarri þjónustu Nova, svo sem síma-, streymis, internets, og leigulínuþjónustu.

Kerfi Nova veitir öflugar samtengingar við stærstu internetveitur heims. Þar má nefna beinar samtengingar við 1500 stærstu erlenda þjónustuaðila s.s. Microsoft, Amazon og Google. Öruggar varaleiðir eru til staðar og þær búa yfir nægri afkastagetu ef á þarf að halda.

Sjálfvirkt eftirlit er með gæðum og virkni og heilt yfir er netið búið öflugum árásarvörnum sem verjast netárásum. Við heimtum netöryggi!

Kaup á Símafélaginu

Með kaupum á Símafélaginu í lok árs 2017 hóf Nova sókn inná markað nettenginga til fyrirtækja í fyrsta sinn. Með kaupunum sótti Nova til sín víðtæka og sérhæfða þekkingu á sviði fjarskiptaþjónustu, sér í lagi til fyrirtækja.

Símafélaginu fylgdu svo fjarskiptanetinnviðir á landsvísu auk innviða og sérþekkingar sem styðja við streymisþjónustur, leigulínusambönd, sjálfvirkar DDOS varnir og cloudlink skýjatengingar.

Einnig fylgdi fastnet fyrir talsíma sem veitir alhliða þjónustu á sviði talsíma, stofnlínu- (trunking), umflutnings- (transit) og netsímaþjónustu, hýst símkerfi og heimasíma.

Digital Colony

Með sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum til Digital Colony mun Nova selja frá sér 167 sendastaði en fá um leið beint aðgengi að tæplega 400 sendastöðum. Til óvirkra farsímainnviða teljast sendastaðir, turnar, möstur, rafmagn til og frá sendastöðum, varaafl og inniaðstaða fyrir virkan búnað í eigu Nova. Samningurinn tryggir Nova aðgengi að öllum sendastöðum til 20 ára.

Sendafélagið

Frá stofnun hefur Nova átt í tæknilegu viðskiptasambandi við Sýn hf. um gagnkvæman aðgang að farsímasendum. Þannig nýtti Nova GSM senda Vodafone, sem aftur nýtti 3G senda Nova. Með stofnun Sendafélagsins ehf. í nóvember 2015 var þetta tæknilega samstarf útvíkkað með þeim hætti að félögin tvö leigja alla farsímasenda sína til Sendafélagsins, það er, alla GSM, 3G og 4G senda.

Markmið Sendafélagsins er að hámarka nýtingu sendanna á þann hátt að lækka tilkostnað við rekstur hvers sendis sem og að fækka fjölda senda í rekstri án þess að það komi niður á þjónustuupplifun farsímanotenda.

Félögin tvö endurleigja GSM, 3G og 4G sendana aftur af Sendafélaginu og ná með því móti að hagræða verulega í rekstri og fjárfestingaþörf dreifikerfisins.

Með þessu myndast tækifæri til að byggja upp umtalsvert öflugri dreifikerfi með lægri fjárfestingu.

Aðgengi að grunnneti

Nova á í samstarfi um aðgang að grunnneti við Ljósleiðarann ehf (áður Gagnaveitan) og Mílu um aðgengi að grunnneti, þá einkum ljósleiðara.

Gagnaveitan veitir Nova aðgengi að ljósleiðara á markaði fyrir einstaklinga og fyrirtæki innan þjónustusvæði þess. Kerfin eru tengd kjarnakerfum Nova ásamt þjónustulagi sem gerir Nova kleift að selja internetþjónustu og tengingar frá Ljósleiðaranum ehf

Í ljósi samstarfs með Ljósleiðaranum öðrum fremur auk Orkufjarskipta og smærri aðila hefur Nova nú hannað nýjan landshring og hafið uppsetningu á 100GB bylgjulengdarkerfi ofaná landshring frá Hvolsvelli norður á Akureyri og um allt vestur og suðurland.

Við erum best á netinu!

Mynd af Benedikt Ragnarsson
Benedikt Ragnarsson
Plötusnúður / CTO