Baksviðs

20. maí 2022

Fyrir­tæki ársins 2022!

Við erum afskaplega ánægð og glimrandi glöð með útnefninguna Fyrirtæki ársins þriðja árið í röð og Fyrirmyndarfyrirtæki af hálfu VR frá upphafi!

Það er samt sem áður nóg eftir í tankinum og við stefnum alltaf hærra og höfum viljann, drifkraftinn og metnaðinn í að gera enn betur að ári.

Hjá Nova hlaupum við hratt og viljum sífellt skora á! Við skorum á okkur sjálf, hvort á annað og ekki síst úreltar lausnir. Keppnisandinn og metnaðurinn ræður ríkjum og við höfum löngun til að sigra og gera betur í dag en í gær. Við hugsum út fyrir kassann og viljum ekki vera eins og aðrir.

Með því að hlúa að Nova liðinu & kúltúrnum verðum við besti vinnustaður í heimi fyrir þá sem þar eru.

Við elskum vinnustaðinn okkar og tökum fagnandi á móti hverjum þeim sem vilja taka dansinn með okkur á stærsta skemmtistað í heimi!

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO