Baksviðs

24. júní 2022

Masterclass Startup SuperNova

Startup SuperNova heldur Masterclass dagana 23.-25. júní í Grósku en hann er opinn öllum sprotafyrirtækjum. Markmið hans er að að undirbúa sprotafyrirtæki til að gera 18 mánaða aðgerðarplan sem þau geta svo skilað inn.

Startup SuperNova verður verður haldinn í þriðja sinn í ár.

Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst aðgangur að fullbúinni vinnuaðstöðu meðan á hraðlinum stendur. Í ár hefst Startup SuperNova á þriggja daga Masterclass og hraðallinn hefst svo 3. ágúst þar sem topp 10 teymin komast að í 5 vikna viðskiptahraðal.

Þar er skýr fókus á að þroska fyrirtækin í að verða fjárfestingarhæf og tilbúin í næsta skref. Þátttaka í Startup SuperNova miðar að því að hraða framgangi fyrirtækja og gera þau að álitlegum fjárfestingarkosti. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda sinna og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga, þar á meðal reyndum frumkvöðlum og fjárfestum.

Startup SuperNova lýkur svo með glæsilegum fjárfestadegi 9. september þar sem teymin kynna hugmyndir sínar fyrir fullum sal af gestum. Þetta er glæsilegur viðburður sem gaman er að taka þátt í og fylgjast með uppskeru þeirra teyma sem tóku þátt.

Húrra fyrir íslensku frumkvöðlasenunni!

Mynd af Magnús Árnason
Magnús Árnason
Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og Markaðsmála hjá Nova.