Baksviðs

13. júlí 2022

Nova & Sýn undir­rita samstarfs­samn­ing um samnýt­ingu á 5G sendum

Nova og Sýn hafa í dag, undirritað samning um samstarf félaganna við uppbyggingu og samnýtingu sendastaða vegna 5G uppbyggingar. Samningurinn gildir til ársloka 2028 og kveður á um uppbyggingu og samnýtingu á 200 5G sendum á samningstímanum. Samningurinn byggir að hluta til á og kemur til viðbótar við samstarf félagana frá árinu 2016 um sameignlega uppbyggingu og rekstur 2G, 3G og 4G þjónustu í gegnum Sendafélagið.

Markmið aðila með gerð samningsins er að auka hagkvæmni og skilvirkni við uppbyggingu og rekstur 5G þjónustu og innviða, draga úr umhverfisáhrifum slíkrar uppbyggingar og tryggja enn betur fjarskiptaöryggi og þjónustu við viðskiptavini. Á grundvelli samningsins mun hvort félag byggja, taka í notkun og reka 100 sendastaði með 5G þjónustu, að meðtöldum þeim sendum sem þegar hafa verið byggðir. Samningurinn nær því til samtals 200 5G senda um land allt.

Ákveðið er að uppbygging allra senda verði lokið í árslok 2024 og er hvor aðili skuldbundinn til að leyfa gagnaðila að samnýta þá senda sem falla undir samninginn hið minnsta út árið 2028.

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO