Elskum öll!

Fordómar eru í grunninn ekkert nema fáfræði og vanþekking á samfélaginu og einstaklingunum sem í því búa. Þess vegna höfum við hlaðið í eina frábæra fræðsluseríu þar sem við fáum til okkar fólk úr öllum áttum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir, orðið vör við og upplifað þessa fordóma á eigin skinni og talað um það opinskátt.

Tótla

Tótla, fræðslustýra Samtakanna '78 kom til okkar og fræddi okkur um það hvernig á að nota rétt persónufornöfn og hvernig við ávörpum hvort annað rétt. Íslenskan er alltaf að þróast og það eru ekki öll alveg með þetta á hreinu. Til þess er fræðslan. Við viljum nefnilega elska öll!

Inga Björk

Opnaðu augun og lærðu hvernig á að vera umburðarlyndari manneskja! Við fengum Ingu Björk til okkar í spjall. Hver er birtingarmynd fötlunarfordóma í samfélaginu? Hvernig getum við tæklað málefnið og tryggt öllum mannréttindi! Þú kemst að því í FríttStöff í Nova appinu!

Bragi Valdimar

Er orðheimur íslenskunnar karllægur? Er íslenskan útilokandi? Afhverju tölum við alltaf um ráðherra og ruslakalla? Bragi Valdimar segir okkur allt um íslenskuna og hvert hún stefnir ásamt því hverju við getum breytt í okkar tali!

Logi Pedro

Á tímum þar sem mannkynið hefur aldrei haft það jafnt gott, skýtur það skökku við að við höfum aldrei verið jafn sundruð. Aldrei verið jafn ósammála. Aldrei verið jafn tortryggin í garð hópa sem við þekkjum ekki eða skiljum. Hvaðan sem við komum eða fæðumst, hvernig sem við erum á litin eða í laginu, hvort við erum hinsegin eða kynsegin eða hvort við erum með einn fót eða tvo þá eigum við öll þennan heim saman. Við eigum öll skilið að elska og vera elskuð skilyrðislaust – án fordóma og haturs. Hér talar Logi Pedro um fordóma og sína upplifun.