Mætum í geðræktina!

Í nóvember dynja á okkur misvelkomnir markaðsdagar sem við þurfum kannski síst á að halda í skammdeginu. Við hjá Nova ákváðum því að hressa upp á nokkra dimma nóvemberdaga til að minna á ólíkar hliðar geðræktar og hvetja fólk til að skora á skammdegið. Mætum frekar í geðræktina en á útsöluna.

Hreyfum-okkur-sjúklega-mjúklega-dagurinn!

Í dag slökkvum við á öllum heilsuöppunum og hreyfum okkur bara til að líða vel. Árangur þarf ekki alltaf að vera mælanlegur í öðru en ánægju og vellíðan. Í tilefni dagsins færð þú frían klukkutíma í Skopp milli 16 og 19! Gerum okkur dagamun, hreyfum okkur sjúklega mjúklega og mætum í geðræktina!

Hreyfum-okkur-sjúklega-mjúklega-dagurinn!

Látum-eins-og-við-séum-í-útlöndum-dagurinn!

Í dag ætlum við að vera gestir í eigin heimalandi. Hamingjan er hugarástand, ekki áfangastaður. Það er hollt að líta á kunnuglega hluti með ferskum augum. Í tilefni dagsins færðu jóladrykk hjá Te&Kaffi í FríttStöff! Gerum okkur dagamun, látum eins og við séum í útlöndum og mætum í geðræktina!

Látum-eins-og-við-séum-í-útlöndum-dagurinn!

Klárum-bókina-sem-er-ennþá-á-náttborðinu-dagurinn!

Í dag ætlum við að muna að skjátími og háttatími fara ekki saman. Góður svefn bætir geðheilsuna en blátt ljós frá skjám minnkar svefngæði. Góð bók er skrolli betri. Gerum okkur dagamun, klárum bókina sem er ennþá á náttborðinu og mætum í geðræktina!

Klárum-bókina-sem-er-ennþá-á-náttborðinu-dagurinn!

Tökum-papparör-í-sátt-dagurinn!

Í dag hættum við að tuða yfir því sem skiptir engu máli. Jákvætt viðhorf hjálpar okkur að takast á við stress og getur styrkt ónæmiskerfið. Í tilefni dagsins er Kókómjólk með papparöri í FríttStöff í öllum verslunum Nova! Gerum okkur dagamun, tökum papparör í sátt og mætum í geðræktina!

Tökum-papparör-í-sátt-dagurinn!

Skilum-dóti-sem-við-fengum-lánað-dagurinn!

Í dag klárum við málin sem hafa setið á hakanum hjá okkur. Það er frábær tilfinning að klára eitthvað af. Að skila einhverju er líka frábær afsökun til að kíkja í kaffi til vinar. Gerum okkur dagamun, skilum dóti sem við fengum lánað og mætum í geðræktina!

Skilum-dóti-sem-við-fengum-lánað-dagurinn!

Dagur erlendrar tungu!

Í dag fögnum við fjölmenningu og upplifum allt það jákvæða frá ólíkum menningarheimum. Opinn hugur auðveldar okkur að læra nýja hluti, öðlast innsýn og upplifa nýja spennandi hluti. Í tilefni dagsins færðu sleikjó í FríttStöff í öllum verslunum Nova! Gerum okkur dagamun, víkkum sjóndeildarhringinn og mætum í geðræktina!

Dagur erlendrar tungu!

Dansaðu-í-kringum-tré-sem-er-alls-ekki-jólatré-dagurinn

Í dag ætlum við að taka lífinu passlega alvarlega. Í dag ætlum við að finna leikgleðina. Í dag bjóðum við ókunnugu birkitré upp í dans. Því í dag er Dansaðu-í-kringum-tré-sem-er-alls-ekki-jólatré-dagurinn! Prófaðu að skilja símann eftir heima með Úrlausn hjá Nova og farðu frekar bara eitthvað út að leika! Gerum okkur dagamun og mætum í geðræktina!

Dansaðu-í-kringum-tré-sem-er-alls-ekki-jólatré-dagurinn

Lærum-að-meta-líkamshluta-sem-við-hötum-smá-dagurinn!

Í dag iðkum við sjálfsást. Í dag sættumst við við okkur nákvæmlega eins og við erum. Í dag fögnum við útstæðum nafla og ögn skökkum baugfingri. Því í dag er Lærum-að-meta-líkamshluta- sem-við-hötum-smá-dagurinn! Í tilefni dagsins færðu frítt í sund í Laugardalslaug og Sundlaug Akureyrar gegn því að sýna sundmiðann í Nova appinu. Gerum okkur dagamun og mætum í geðræktina!

Lærum-að-meta-líkamshluta-sem-við-hötum-smá-dagurinn!

Dagur þrígiftra

Til hamingju með Dag þrígiftra! Í dag viðurkennum við að stundum þurfum við bara að byrja upp á nýtt. Mistök eru eðlilegur hluti af lífinu sem ætti ekki að hræðast heldur fagna og læra af. Gerum okkur dagamun, lærum af lífinu og mætum í geðræktina! Í tilefni dagsins gefur Viss fyrsta mánuðin frían þegar keypt er trygging með nýjum símum! Það er nefnilega hægt að tryggja sig fyrir sumum mistökum!

Dagur þrígiftra

Heyrum-í-foreldrum-okkar-án-þess-að-biðja-um-neitt-dagurinn!

Til hamingju með Heyrum-í-foreldrum-okkar-án-þess-að-biðja-um-neitt-daginn! Þennan dag ætlum við að rækta sambandið við okkar nánustu. Innihaldsrík samtöl hjálpa okkur að dýpka tengsl og vinna betur úr vandamálum. Gerum okkur dagamun, heyrum í foreldrum okkar án þess að biðja um neitt og mætum í geðræktina!

Heyrum-í-foreldrum-okkar-án-þess-að-biðja-um-neitt-dagurinn!

Hlustum-af-áhuga-þegar-einhver-segir-frá-draumi-dagurinn!

Til hamingju með Hlustum-af-áhuga-þegar-einhver-segir-frá-draumi-daginn! Þennan dag ætlum við að stunda virka hlustun. Hún eykur skilning, byggir upp traust og skilar sér í jákvæðari upplifun hjá báðum aðilum. Gerum okkur dagamun, hlustum af áhuga þegar einhver segir frá draumi og mætum í geðræktina! Í tilefni dagsins buðum við upp á frítt námskeið hjá Akademias sem fjallar um Samskipti og samræður.

Hlustum-af-áhuga-þegar-einhver-segir-frá-draumi-dagurinn!

Gerum-það-frekar-á-morgun-dagurinn!

Til hamingju með Gerum-það-frekar-á-morgun-daginn! Í dag hægjum við á lífinu og hugum vel að okkur sjálfum. Sjálfsumhyggja minnkar streitu og endurstillir okkur andlega. Þannig mætum við orkumeiri til leiks daginn eftir. Gerum okkur dagamun, frestum hlutunum til morguns og mætum í geðræktina!

Gerum-það-frekar-á-morgun-dagurinn!

Borðum-pylsu-með-sinnepinu-undir-dagurinn!

Til hamingju með borðum-pylsu-með-sinnepinu-undir-daginn! Nú breytum við til og gerum hlutina öðruvísi en við erum vön. Það er hollt að flexa breytingavöðvann af og til. Þannig lærum við betur inn á okkur sjálf. Gerum okkur dagamun, borðum pylsu með sinnepinu undir og mætum í geðræktina! Í tilefni dagsins buðum við upp á pylsu á Bæjarins Beztu í FríttStöff í Nova appinu.

Borðum-pylsu-með-sinnepinu-undir-dagurinn!

Mundu eftir næsta degi - Ekki skrópa í ræktinni

gerdu-ther-dagamun-dagatal