Nova ❤️ Tónlist

Nova ❤️ Tónlist

Það væri enginn stærsti skemmtistaður í heimi án tónlistar. Nova hefur frá upphafi stutt við íslenska tónlist með vinatónum, tonlistinn.is, ótal tónleikum og ótrúlegum viðburðum. Nova hefur dansað með tónlistinni í 10 ár og heldur áfram að koma nýjum danssporum á gólfið!

Skrunaðu

Vinatónar

Nova hóf sína vegferð á fjarskiptamarkaðnum með aðgreiningu frá samkeppninni. Vinatónar hittu heldur betur í mark, en þá gast þú valið þér lag, eða hljóðbút sem spilast þegar einhver hringir í þig. Vinatónar eru enn í fullum gangi, stór hluti viðskiptavina Nova er með kveikt á vinatónum og stjórna þannig stemningunni!

Vinatónar

Uppklapp

Uppklapp er tónleikaröð með markmiðið að hvetja til hlustunar á íslenskri tónlist og styðja við íslenska tónlistarmenn og renna allar tekjur af miðasölu til listamannsins hverju sinni. Þegar veiran skæða var á stjá þurfti að hugsa í lausnum og við vildum stíga inn á þessum skrítnu tímum og styðja við íslenskt tónlistarfólk með þeim hætti sem við kunnum best. Þá vorum við með tónleika daglega á Instagram í 20 daga í röð þar sem var spjallað við tónlistarfólkið og lagið tekið.

Uppklapp

Íslensk tónlist í auglýsingum

Nova hefur eftir fremsta megni leyft íslenskri tónlist að hljóma í auglýsingum. Botnleðja, GusGus, Vök, Geirfuglarnir, Emmsjé Gauti og ótal fleira hæfileikafólk hefur sett hressilega stemningu í auglýsingaefni Nova. Við trúum því að íslensk tónlist sé í heimsmælikvarða og eigi svo sannarlega heima í íslensku auglýsingaefni.

Íslensk tónlist í auglýsingum

Listamaður mánaðarins

Listamaður mánaðarins er tækifæri fyrir tónlistarfólk að koma fram á vegum Nova, spila sína tónlist og setjast niður í persónulegt spjall við okkur. Við ræðum tilfinningar, langanir, drauma og minningar, svona spjall í persónulegri kantinum. Sem er gott, því við viljum ræða um tilfinningar.

Listamaður mánaðarins

Stökkpallur fyrir ungt listafólk

Margt tónlistarfólk hefur stigið sín fyrstu skref á sviði hjá Nova. Í gegnum árin hefur Nova staðið fyrir ótrúlegum viðburðum þar sem tónlistin er í fyrsta sæti. Tónleikar á Esjunni, á Þjóðhátíð í Eyjum, Karnival á Klapparstíg, tónleikar á Novasvellinu og svo mætti lengi telja. Það eru ekki bara vinsælasta tónlistarfólkið á hverjum tíma sem kemur fram heldur er líka fókusinn á að gefa ungu og upprennandi tónlistarfólki tækifæri á að koma fram, stíga á sviðið og koma gestum og gangandi í stuð.

Stökkpallur fyrir ungt listafólk