iPhone 11 Pro Max

Veldu að sækja í Nova Lágmúla og við hlaupum með nýja dótið út í bíl til þín!

Hraður eins og elding og hefur aldrei verið eins sterkbyggður og er vatns- og rykþolinn svo hann hentar vel við ævintýralegar aðstæður!

Litir

Skemmtikort fylgir fyrir alla hjá Nova!
iPhone 11 Pro Max

Skemmtikort fylgir fyrir alla hjá Nova!

Skemmtikort Nova fylgir með öllum farsímum fyrir þá sem eru hjá Nova. Skelltu þér í leikjasalinn, Virtual Rabbids, Lasertag og Virtualmaxx í Smárabíó. Allskonar skemmtilegt á einu korti!

Veldu stærð

Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum

2 Greiðslur

Frá

107.278 kr. / mán

Heildargreiðsla
214.556 kr.
ÁHK
35%
camera-ready

Þreföld snilld

Síminn er með þrjár myndavélar að aftan sem vinna saman við að skila ótrúlegum myndum í öllum skilyrðum og einfaldur hugbúnaðurinn hjálpar þér við að ná sem mestu út úr þeim með því að skerpa á því sem skiptir máli. Myndavélarnar geta tekið upp kristaltær 4K og 60 ramma á sekúndu myndbönd sem líta út eins og hágæða Hollywood bíómynd og hægt er að flakka á milli linsa í miðjum tökum. Afturhliðin fékk ekki bara uppfærslu en frammyndavélin er nú með víðlinsu svo hægt er að taka víðari sjálfu af þér og vinum þínum með því að snúa símanum á hlið.

skjar2

Fullt af frábærum nýjungum eins og Night mode sem gerir þér kleift að ná frábærum myndum í dimmustu skilyrðum og Deep Fusion sem tekur 9 myndir í röð og púslar þeim saman til að sýna ótrúleg nákvæma áferð á viðfangsefninu ásamt mikið endurbættu Portrait Mode-i. Öllu þessu er svo hægt að breyta og sérstilla með einföldum hætti í rauntíma eða eftir á.

skjar3

Kristaltær skjár

Síminn skartar OLED skjá sem er svo magnaður að Apple þurfti að finna upp á nýju nafni á hann, Super Retina XDR. Skjárinn sýnir magnaða liti og dýpri svartan sem völ er á með ótrúlegri skerpu og gerir það með því að eyða minni rafhlöðu. Hann er líka snjall, hann aðlagar sig birtustigi og umhverfi svo þú fáir sem mest út úr upplifun þinni og sé sem þægilegastur fyrir þig, hvort sem þú ert að skrolla í gegnum Facebook eða að skoða háskerpu myndir eða myndbönd.

A13

Hraðari og endingarbetri

iPhone 11 skartar A13 Bionic örgjörvanum sem getur framkvæmt trilljón aðgerðir á sekúndu. Það skilar sér í 20% hraðari síma, bættri grafík og hann gerir það með því að nota mun minni orku og er rafhlöðuendingin 4-5 tímum lengri en á forvera hans. Þegar rafhlaðan loks klárast þá fylgir 18V hraðhleðslukubbur með símanum sem hleður hann hratt og örugglega.

design

Sterkur, vatnsvarinn og grænn

Síminn er skorinn úr einu heilu glerstykki og er því einstaklega sterkbyggður svo íslenskar aðstæður ættu að henta honum vel. Síminn er vatns- og rykþolinn með IP68 staðal, sem þýðir það að hann þolir að vera í 4 metra djúpu vatni í 30 mínútur. Apple hefur svo að sama skapi tekist að framleiða símann á eins vistvænan hátt og möguleiki er á, með lægra kolefnisspori og án allskonar auka efna.

applrpay

Skildu veskið eftir heima!

Þessi sími er með Apple Pay svo þú getur greitt hratt, örugglega og snertilaust í nánast öllum posum landsins. Það er ekkert mál að setja upp Apple Pay, þú einfaldlega opnar Wallet í símanum, skráir inn kortið, samþykkir skilmála og byrjar að splæsa.

Stýrikerfi

-

Skjár

-

Aðal myndavél

-

Kerfi

-

Stærð

-

Rafhlaða

-