Urun GPS

Verslaðu allt sem þú vilt á netinu og við sendum heim til þín eða á næsta afhendingarstað Dropp. Þú getur líka valið að sækja í Nova Lágmúla og við hlaupum með nýja dótið út í bíl til þín!
Frábært GPS snjallúr sem mælir púlsinn, súrefnisupptöku í blóðinu, svefninn og aðstoðar þig við æfingarnar.

Litir

Urun GPS

Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum

2 Greiðslur

Frá

9.203 kr. / mán

Heildargreiðsla
18.406 kr.
ÁHK
34.6%

Nákvæmar niðurstöður

Veldu úr 17 mismunandi æfingategundum, allt frá klettaklifri til badmintons. Úrið gefur þér nákvæmar mælingar á æfingunni, púlsinn, súrefnisupptökuna í blóðinu og birtir allar niðurstöður í appinu eða í gegnum það app sem þú ert að nota. Úrið mælir svefninn svo þú náir fullkomnari hvíld og endurheimtir orku á milli æfinga.

Frábær hönnun

Úrið er með flottum skjá sem er alltaf kveikt er á og vafið inní fallega málm umgjörð sem er einstaklega sterk og þétt enda er úrið bæði sterkt og rakahelt (5 ATM). Úrið er með svokallað GNSS kerfi sem er mun nákvæmara heldur en venjulegt GPS svo þú færð alltaf hárnákvæmar niðurstöður. Þrátt fyrir alla þessa tækni skilar rafhlaðan ótrúlegri 10 daga endingu svo þú getur æft áhyggjulaus.

Tilkynningar í úrið!

Úrið er framlenging á símanum þínum en þú getur fengið allar tilkynningar beint í úrið, hvort sem það eru skilaboð á samfélagsmiðlum eða símtöl. Úrið býður upp á allskonar eiginleika eins og að láta símann þinn pípa ef hann er týndur, skeiðklukka, vasaljós, áttaviti og margt, margt fleira.