iPhone 11
iPhone 11 er smekkfullur af nýjungum eins og tveimur myndavélum, Liquid Retina LCD skjá og nýjum A13 Bionic örgjörva. iPhone hefur aldrei verið eins sterkbyggður og er nú vatns- og rykþolinn svo hann hentar vel við íslenskar aðstæður.
Litir

0kr.
net, tal
og sms.
Veldu stærð
Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum
2 Greiðslur
Frá67.010 kr. / mán

Fullt af frábærum nýjungum eins og Night mode sem gerir þér kleift að ná frábærum myndum í dimmustu skilyrðum og mikið endurbættu Portrait Mode-i. Öllu þessu er svo hægt að breyta og sérstilla með einföldum hætti í rauntíma eða eftir á.

Kristaltær skjár
Síminn er með Liquid Retina LCD skjá sem er hreint út sagt magnaður en hann er líka snjall, hann aðlagar sig birtustigi og umhverfi svo þú fáir sem mest út úr upplifun þinni og sé sem þægilegastur fyrir þig, hvort sem þú ert að skrolla í gegnum Facebook eða að skoða háskerpu myndir eða myndbönd.

Hraðari og endingarbetri
iPhone 11 skartar A13 Bionic örgjörvanum sem getur framkvæmt trilljón aðgerðir á sekúndu. Það skilar sér í 20% hraðari síma, bættri grafík og hann gerir það með því að nota mun minni orku og er rafhlöðuendingin því mun betri.

Sterkur, vatnsvarinn og grænn
iPhone 11 er einstaklega sterkbyggður og er hann einnig vatns- og rykþolinn með IP68 staðal, sem þýðir það að hann þolir að vera í 2 metra djúpu vatni í 30 mínútur svo íslenskar aðstæður ættu að henta honum vel. Apple hefur svo að sama skapi tekist að framleiða símann á eins vistvænan hátt og möguleiki er á, með lægra kolefnisspori og án allskonar auka efna.
Stýrikerfi
-
Skjár
-
Aðal myndavél
-
Kerfi
-
Stærð
-
Rafhlaða
-