Air snjallhringur - Black
Þú getur talið kaloríurnar og kílómetrana á fingrum annarar handar!
Fylgstu með lífsstílnum, svefninum, hreyfingunni og alhliða heilsu með AIR snjallhringnum frá Ultrahuman.
Snjallhringurinn Ultrahuman Ring AIR segir þér allar helstu upplýsingar sem þú þarft að vita varðandi svefninn þinn, endurheimt og alhliða heilsu. Hann er notendavænn, stílhreinn og áreiðanlegur. Það er líkamsklukku stillir í appinu (e. Phase aligment) sem hjálpar þér að stilla svefnrútínuna sína eftir þinni líkamsklukku sem stuðlar að heilbrigðri hormónastarfsemi, aukinni orku og vellíðan. Hringurinn gefur þér svo mismunandi stig fyrir svefninn þinn, endurheimtina og hreyfingu. Hringurinn fæst í silfur og svörtum möttum lit í 10 stærðum.
Svefninn.
Hringurinn mælir svefngæði, svefnlengd, svefnstig, djúp-, lausa- og REM-svefn. HRV-streituástand líkamans, hvíldarpúls og reglusemi svefns.
Orka og hormónastarfsemi.
Hringurinn stillir líkamsklukku í Ultrahuman-appinu sem hjálpar þér að stilla svefnrútínuna og viðheldur vel stilltri líkamsklukku sem stuðlar að heilbrigðri hormónastarfsemi, aukinni orku og alhliða vellíðan. Konur geta fylgst með tíðahringnum sínum með Ultrahuman hringnum og háttað lífsstíl, æfinga álagi, endurheimt og öðru eftir því á hvaða tímabili þær eru.
Hreyfingin.
Hringurinn mælir fjölda skrefa yfir daginn. Tekur saman daglega hreyfingu og tíma í kyrrsetu. Hreyfingarstig eru reiknuð út frá tíma undir ákveðinni ákefð. Hringurinn mælir einnig hitaeiningar og brennslu yfir daginn.
Finndu réttu stærðina!
Sæktu Ultrahuman Ring Air appið, en þar færðu nákvæma greiningu á hringastærðinni sem hentar þér.
Þú getur einnig fengið mátunarsett sem gerir þér kleift að máta og finna þína fullkomnu stærð.
Hringurinn fæst í svörtum möttum lit og silfruðum í 10 stærðum.
Sæktu Ultrahuman Appið í App store
Upplýsingar um Ultrahuman snjallhringinn.
- Vatns- og rykvarinn
- Ultrahuman hringurinn er vatnsheldur allt að 100 metra
- Allt að 6 daga rafhlaða
- Þráðlaus hleðsla tekur 1,5-2 klst og endist í allt að 6 daga
- Þolir hitabreytingar vel
- Hringurinn er hannaður til að höndla allt frá -10 til 60° celsius
- Léttasti snjallhringurinn
- Hringurinn er aðeins 2.4g að þyngd. 11x léttari en hefðbundið snjallúr
- Þunnur og sléttur fyrir aukin þægindi
- Þynnri og þægilegri en aðrir snjallhringir á markaðnum
- Ofnæmisprófaður
- Hægt að nota 24/7 án þess að erta húð á fingri
Verslaðu allt sem þú vilt á netinu og við sendum heim til þín eða á næsta afhendingarstað Dropp. Þú getur líka valið að sækja í verslun Nova í Lágmúla og fengið þér kaffibolla þegar þú sækir nýja dótið þitt!
Lagerstaða
Litir
Veldu stærð
Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum
2 Greiðslur
Frá30.937 kr. / mán
Ultrahuman snjallhringurinn getur sagt þér allt!
Heimurinn fer í hringi! Snjallhringurinn Ultrahuman Ring AIR segir þér allar helstu upplýsingar sem þú þarft að vita varðandi svefninn þinn, endurheimt og alhliða heilsu.
Hvernig er þinn Ultrahuman snjallhringur á litinn?
Snjallhringirnir koma í svörtum, silfur og gylltum lit svo þú finnur alltaf eitthvað fyrir þig. Svo eru litir eins og tískan, þeir fara í hringi!
Hvaða Ultrahuman snjallhringur passar á þig?
Finndu réttu stærðina! Sæktu Ultrahuman Ring Air appið, en þar færðu nákvæma greiningu á hringastærðinni sem hentar þér. Þú getur einnig prófað mátunarsett í verslunum Nova sem gerir þér kleift að máta og finna þína fullkomnu stærð.