SmartThings örygg­is­mynda­vél

Verslaðu allt sem þú vilt á netinu og við sendum heim til þín eða á næsta afhendingarstað Dropp. Þú getur líka valið að sækja í Nova Lágmúla og við hlaupum með nýja dótið út í bíl til þín!

Mögnuð 1080P HD myndavél með innbyggðum míkrafón, hátalara og nætursjón. Myndavélin er með hreyfiskynjara svo þú færð viðvörun í símann þinn ef hann skynjar óvenjulega hreyfingu,  þú getur einnig fylgst með heimilinu í rauntíma. Upptökur eru geymdar í 24 klukkutíma og það er auðvelt að skoða þær í símanum eða spjaldtölvunni eftirá.  

Það er nauðsynlegt að vera með Smartthings tengistöð til að tengja saman fleiri tæki.

SmartThings öryggismyndavél

Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum

2 Greiðslur

Frá

7.094 kr. / mán

Heildargreiðsla
14.189 kr.
ÁHK
33.3%

Byrjaðu að byggja þitt snjallheimili

Það hefur aldrei verið auðveldara að snjallvæða heimilið þitt þökk sé SmartThings frá Samsung. Veldu þær vörur sem eiga við þig og byrjaðu að byggja þitt eigið snjallheimili sem er einstakt og í takt við þinn persónuleika. SmartThings talar ekki bara við SmartThings vörur heldur hefur Samsung tekist að brúa bilið á milli ýmissa framleiðanda, þannig þú getur púslað saman allskonar mismunandi vörum frá öllum helstu snjallheimilis framleiðendum.

Ótrúlega snjallt!

Stjórnaðu heimilinu og stýrðu stemningunni hvar sem þú ert í heiminum með einföldu og notendavænu appi frá Samsung. Aldrei hefur verið jafn einfalt að samtengja tæki, búa til reglur eða stemningu. Appið virkar bæði fyrir Android og iOS stýrikerfið svo allir geta nýtt sér SmartThings.