Apple Watch SE

Verslaðu allt sem þú vilt á netinu og við sendum heim til þín eða á næsta afhendingarstað Dropp. Þú getur líka valið að sækja í verslun Nova í Lágmúla og fengið þér kaffibolla þegar þú sækir nýja dótið þitt!

Snjöll framlenging á iPhone símann þinn sem fer lítið fyrir á úlnliðnum þínum. Svaraðu símtölum, sendu og taktu á móti skilaboðum, fylgstu með heilsunni og tilkynningum.

Litir

Apple Watch SE
Veldu stærð

Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum

2 Greiðslur
Frá
31.057 kr. / mán
Heildargreiðsla
62.114 kr.
ÁHK
34.92%

Mældu heilsuna

Apple Watch er smekkfullt af allskonar heilsumælum sem hjálpa þér ekki bara að lifa lengur heldur auka lífsgæðin þín til muna. Úrið mælir m.a. svefn, hljóð, púls og tíðahringinn og tekur allar niðurstöður saman og sýnir þér þær á einfaldan máta í símanum þínum.

Mældu heilsuna

Falleg hönnun

Úrið er einstaklega vandað en málmurinn sem er úrið er gert úr er 100% endurunninn og er úrið ótrúlega þéttbyggt enda skilar það vatnsvörn í allt að 50m dýpt. Skjáinn í úrinu er LTPO OLED skjár sem skilar kristaltærri upplausn og góðri birtu.

Falleg hönnun

Ótrúlegur hraði

SE kemur með S5 örgjörvanum frá Apple sem skilar ótrúlegum hraða og gerir allar aðgerðir án nokkra vandræða. Úrið er með 32GB geymsluplássi svo það er hægt að geyma helling af öppum og öðrum gögnum. Innbyggður seguláttaviti í úrinu veit svo nákvæmlega hvernig úrið og veröldin snýr án þess að styðja sig við internetið eða gervitungl. WatchOS 7 kemur uppsett í því sem er smekkfullt af fullt af frábærum nýjungum.

Ótrúlegur hraði

Fullkominn æfingafélagi

Apple Watch er hinn fullkomni æfingarfélagi, hvetur þig áfram og fylgist með öllum æfingum þínum, hvort sem það er í ræktinni, heima hjá þér eða í sundlauginni. Það tekur svo saman öll gögn sem þú getur nálgast í símanum þínum.

Fullkominn æfingafélagi

Skildu veskið eftir heima!

Þetta tæki er með Apple Pay svo þú getur greitt hratt, örugglega og snertilaust í nánast öllum posum landsins. Það er ekkert mál að setja upp Apple Pay, þú einfaldlega opnar Wallet í símanum, skráir inn kortið, samþykkir skilmála og byrjar að splæsa.

Skildu veskið eftir heima!

Endurgræddu!

Áttu gamalt úr eða aðrar græjur ofaní skúffu? Komdu með allar gömlu týpurnar og settu þær upp í glænýtt snjallúr! Skildu svo símann eftir heima með Úrlausn hjá Nova.

Endurgræddu!