Watch Ultra 3 LTE - Alpine - 49mm

Nýjasta útgáfan af Apple Watch Ultra snjallúrinu er mætt!

Apple Watch Ultra 3 er hannað fyrir þá sem vilja treysta á tæknina í krefjandi aðstæðum. Úrið er sérsmíðað fyrir útivist, þríþraut og hreyfingu, og þolir álag sem fá önnur úr ráða við. Með nýjum hlaupaeiginleikum eins og cadence, VO₂Max, Pacer og Race Route færðu enn nákvæmari yfirsýn yfir árangurinn þinn. Þar að auki heldurðu sambandi með öflugu 5G og innbyggðri gervihnattatengingu – jafnvel á stöðum þar sem hvorki farsíma- né netþjónusta næst.

Ultra 3 er með glænýjum 3.000 nits OLED skjá sem tryggir skýra sýn í beinu sólarljósi, myrkri og öllu þar á milli. Rammi úrsins er úr Grade 5 títaníum sem sameinar bæði styrk og léttleika. Rafhlaðan endist í allt að 42 klst í daglegri notkun og allt að 72 klst í "low power mode". Með hraðhleðslu færðu 12 klst af notkun með einungis 15 mínútna hleðslu.

Úrið fylgist með heilsu og öryggi: Sleep Score, mælingar á háþrýstingi, kæfisvefni, hjartsláttartruflunum og ECG. Það er með fall- og árekstursskynjun, SOS neyðarhnappi og "Find My" til að finna símann þinn. Að auki er það vatnshelt með innbyggðum dýptar- og vatnshitamæli – fullkomið fyrir kafara og vatnaíþróttir.

Smelltu þér á listann, við stöndum vaktina og látum þig vita þegar græjan mætir í hús!

Verslaðu allt sem þú vilt á netinu og við sendum heim til þín eða á næsta afhendingarstað Dropp. Þú getur líka valið að sækja í verslun Nova í Lágmúla og fengið þér kaffibolla þegar þú sækir nýja dótið þitt!

Lagerstaða

Litir

Watch Ultra 3 LTE - Alpine - 49mm
Stærð

Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum

2 Greiðslur
Frá
72.705 kr. / mán
Heildargreiðsla
145.410 kr.
ÁHK
44.190000000000005%