iPhone 12 Pro Max
iPhone 12 Pro Max er væntanlegur til okkar, skelltu þér á forskráningarlistann og vertu fyrstur til að vita þegar draumasíminn þinn lendir!
iPhone hefur aldrei verið jafn glæsilegur! Með nýjum A14 Bionic sem skilar leiftur hraða, Super Retina XDR OLED skjá með kristaltærri upplausn og 5G stuðningur fyrir framtíðina.
Litir

Veldu stærð
Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum
2 Greiðslur
Frá111.868 kr. / mán
Háskerpu myndir og myndbönd!
Aðalmyndavélin samanstendur af þremur linsum sem vinna saman ásamt ótrúlega kröftugum vélbúnaði og snjöllum hugbúnaði til að taka frábærar myndir í öllum skilyrðum. Þessi magnaða myndavél er fyrsta myndavélin á farsímamarkaði sem getur tekið myndir og myndbönd upp í RAW gæðum og þar af leiðandi í Dolby Vision HDR í 4K upplausn og 60 römmum á sekúndu. Allt þetta skilar myndböndum í kvikmyndagæðum, sem þú getur lagað og breytt strax í símanum.
Kristaltær og snjall!
Síminn er með magnaðan Super Retina XDR OLED skjá sem hefur kristaltæra upplausn, sýnir magnaða liti og djúpan svartan. Hann er ekki bara flottur heldur er hann líka einstaklega snjall, hann aðlagar sig að því umhverfi sem þú ert í og lagar birtustigið svo hann er alltaf eins skarpur og skýr og hægt er, hvort sem þú ert að vafra á netinu, hámhorfa sjónvarpsefni eða spila uppáhalds leikinn þinn.
Ótrúlegur hraði!
Öll iPhone 12 línan er með hinum nýja A14 Bionic örgjörva sem er það lang besta sem er í boði á farsímamarkaðnum í dag. Hann skilar ótrúlegum hraða og vinnslu og getur hann framkvæmt 11 trilljón aðgerðir á sekúndu! Það er ansi mikið stökk á milli kynslóða en A14 er ekki bara 40% hraðari en forveri sinn heldur aðstoðar hann m.a. myndavélina við að taka betri myndir og símann við að nota minni orku sem skilar sér í betri rafhlöðuendingu.
Aldrei jafn sterkbyggður!
iPhone 12 Pro hefur verið algjörlega endurhannaður svo núna er skjárinn á símanum ekki bara stærri þrátt fyrir að vera svipaður um sig heldur einnig sterkari þökk sé Ceramic Shield glerinu. Bakhliðin á símanum er úr heilskornu gleri svo hann þolir hita og kulda einstaklega vel. Öllu þessu er svo vafið inní ramma sem er gerður úr smekklegu ryðfríu stáli. Síminn er mjög þéttur, vatns- og rykþolinn með IP68 staðal og má fara í 6 metra djúpt vatn í 30 mínútur svo hann er fullkominn í allskonar ævintýri.
Græn framtíð!
Apple tók stórt skref og lofaði okkur því að árið 2030 ætla þau að kolefnisjafna allan framleiðsluferil sinn. Hluti af þeirri vegferð er að með iPhone símum fylgir enginn hleðslukubbur eða heyrnartól, einungis USB-C í lightning kapall. Það kannast eflaust margir iPhone eigendur við að eiga gífurlegt magn af hleðslutækjum og heyrnartólum í öllum skápum og skúffum. Við fögnum svo sannarlega þessari vegferð hjá Apple.
Tilbúinn í framtíðina
Eitt er fyrir víst að tæknin hættir aldrei að þróast og símar verða að þróast í takt við hana. Þessi sími styður 5G sem er næsta kynslóð farsímanets sem styður margfaldan hraða en þann sem við þekkjum í dag. 5G prófanir eru í gangi hjá Nova og munum við geta boðið uppá þessa þjónustu í framtíðinni.
Stýrikerfi
iOS 14.1
Skjár
Super Retina XDR OLED, HDR10, 800 nits (typ), 1200 nits (peak) Dolby Vision Wide color gamut True-tone
Myndavél
12 MP, f/1.6, 26mm (wide), 1.7µm, dual pixel PDAF, sensor-shift OIS 12 MP, f/2.2, 65mm (telephoto), 1/3.4", 1.0µm, PDAF, OIS, 2.5x optical zoom 12 MP, f/2.4, 120˚, 13mm (ultrawide), 1/3.6" TOF 3D LiDAR scanner (depth)
Kerfi
4G LTE, 3G,
Skjástærð
6.7 inches, 109.8 cm2 (~87.4% screen-to-body ratio)
Rafhlaða
Li-Ion 3687 mAh, non-removable
2G: GSM 850 / 900 / 1800 / 1900 - SIM 1 & SIM 2 (dual-SIM) - for China
3G: HSDPA 850 / 900 / 1700(AWS) / 1900 / 2100
4G: 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 12, 13, 14, 17, 18, 19, 20, 25, 26, 28, 29, 30, 32, 34, 38, 39, 40, 41, 42, 46, 48, 66, 71 - A2342
Speed: HSPA 42.2/5.76 Mbps, LTE-A, 5G, EV-DO Rev.A 3.1 Mbps
Útgáfuár: 2020, October 13
Stærð: 160.8 x 78.1 x 7.4 mm (6.33 x 3.07 x 0.29 in)
Þyngd: 228 g (8.04 oz)
SIM: Single SIM (Nano-SIM and/or eSIM) or Dual SIM (Nano-SIM, dual stand-by) - for China
Bygging: IP68 dust/water resistant (up to 6m for 30 mins) Apple Pay (Visa, MasterCard, AMEX certified)
Upplausn: 1284 x 2778 pixels, 19.5:9 ratio (~458 ppi density)
Chipset: Apple A14 Bionic (5 nm)
Örgjörvi: Hexa-core (2x3.1 GHz Firestorm + 4x1.8 GHz Icestorm)
GPU: Apple GPU (4-core graphics)
Minniskortarauf: No
Innbyggt minni: 128GB 6GB RAM, 256GB 6GB RAM, 512GB 6GB RAM
Myndavéla eiginleikar: Dual-LED dual-tone flash, HDR (photo/panorama)
Myndbandsupptaka: 4K@24/30/60fps, 1080p@30/60/120/240fps, 10‑bit HDR, Dolby Vision HDR (up to 60fps), stereo sound rec.
Sjálfu myndavél: 12 MP, f/2.2, 23mm (wide), 1/3.6" SL 3D, (depth/biometrics sensor)
Sjálfu eiginleikar: HDR
Sjálfu myndbandsupptaka: 4K@24/30/60fps, 1080p@30/60/120fps, gyro-EIS
WLAN: Wi-Fi 802.11 a/b/g/n/ac/6, dual-band, hotspot
Bluetooth: 5.0, A2DP, LE
GPS: Yes, with A-GPS, GLONASS, GALILEO, QZSS
NFC: Yes
Útvarp: No
USB: Lightning, USB 2.0
Skynjarar: Face ID, accelerometer, gyro, proximity, compass, barometer
Fleiri eiginleikar: Siri natural language commands and dictation
Rafhlöðuending í hlustun: Up to 80 h