Google Wifi
Google Wifi er ljósleiðararouter fyrir þá sem vilja ná góðri Wifi dreifingu og auka drægni á heimilinu.
Hægt að fá þrjá routerar saman í pakka sem hægt er að dreifa um heimilið. Gott fyrir heimili sem eru á bilinu 250-400 fm eða stakan fyrir minni heimili.
Hægt að stýra Wifi stillingum í gegnum app í símanum. Fallega hannaður router og notendavænn.

Veldu stærð
Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum
2 Greiðslur
Frá12.708 kr. / mán
Google Wifi
Hvernig tengi ég Google Wifi?
Þú tengir Google Wifi beint við ljósleiðaraboxið þitt með snúru. Ef þú ert með fleiri en einn aðgangspunkt eru hinir svo tengdir með appi.
Hvað er betra við Google Wifi heldur en þann ráter sem ég leigi af ykkur?
Google Wifi er frábær netbeinir og töluvert betri netbeinir en þú leigir hjá hvaða farsímafyrirtæki á landinu. Helsti munurinn er sterkara WiFi samband og svo er hægt að gera allskonar breytingar í gegnum Google appið. Þú getur útilokað ákveðnar heimasíður, tímastillt hvenær þú vilt að netið sé aðgengilegt, opnað gestanet og margt fleira.
Google App, hvað get ég gert þar?
Google er með frábært app þar sem þú getur breytt og aðlagaðan nánast allt sem tengist netbeininum og heimanetinu þínu á einfaldan máta. Þú getur útilokað ákveðnar heimasíður, tímastillt hvenær þú vilt að netið sé aðgengilegt, opnað gestanet og margt fleira.
Nú eru ég og aðrir heimilismenn netsjúkir, get ég stjórnað netnotkuninni eitthvað?
Já í appinu getur þú tíma- og aðgangsstýrt öllu saman.
Hvað ætti ég að fá mér marga Google Wifi aðgangspunkta?
Magnið af aðgangspunktum fer ekki bara eftir því hversu stórt heimilið er, á hvað mörgum hæðum, heldur líka hvernig það er byggt. Steyptir veggir og gólfplötur geta haft mikil áhrif á Wifi bylgjurnar.