Dansgólfið

21. jan 2022

13 ár í röð – það er engin heppni!

Viðskiptavinir Nova eru ánægðustu viðskiptavinirnir í farsíma- og netþjónustu, 13. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt var við rafræna athöfn. Einkunnin í ár er sú hæsta sem Nova hefur hlotið í ellefu ár, alls 78.7 stig með marktækan mun á fyrsta og öðru sæti. Nova var í 3. sæti í könnuninni þegar horft er til allra fyrirtækja á Íslandi sem könnunin nær til.

Við erum tjúttandi stolt, hrærð, hamingjusöm og himinhrópandi þakklát ykkur, elsku bestu viðskiptavinum Nova, fyrir toppeinkunn í Íslensku ánægjuvoginni þrettánda árið í röð.

Það er engin heppni sem ræður þessum árangri, heldur þrotlaus vinna, gleðin í fimmta gír, toppþjónusta og áhersla á að viðskiptaVINIR eru alltaf í fyrsta sæti hjá okkur. Við viljum alltaf heyra þegar það er eitthvað sem við getum gert betur og til að gera ykkur ánægðari, við tökum öllum ábendingum fagnandi og með húrra hrópum og hvetjum þig til að heyra í okkur!

Okkar markmið er að halda gleðinni gangandi með stuðið og stemninguna að vopni! Það hefðum við ekki getað gert án ykkar, og viljum enn og aftur þakka fyrir okkur.

Með ánægjuna í fyrsta sæti höldum við áfram að bjóða bestu 2F1 tilboðin, FríttStöff, MatarKlipp, allskonar nýjungar og auðvitað endalaust besta dílinn hjá Nova. Takk fyrir alla ánægjuna þrettán ár í röð!

Við bjóðum alla velkomna á Stærsta skemmtistað í heimi og í hóp ánægðustu viðskiptavina á Íslandi! Upplifðu ánægjuna!

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent rannsókna. Ánægjuvogin er ein yfirgripsmesta og marktækasta mælingin á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO