Dansgólfið

19. mars 2021

5G er mætt hjá Nova!

5G er mætt hjá Nova!

Við erum alltaf að stækka skemmtistaðinn okkar. Og fyrir ykkur sem ekki vissuð það , þá er það netið. Internetið, alnetið, veraldarvefurinn, lýðnetið eða hvað sem við reynum að kalla það. Þessi endalausi undraheimur sem breytti öllu, tengdi heiminn saman og bauð okkur upp á risavaxið dansgólf fyrir ímyndunaraflið.

Þetta heldur bara áfram að batna og við erum áfram fyrst á ferðinni með nýjungarnar. Prófanir á 5G hófust árið 2019, 5G fór í loftið 5.5 2020 og núna er þjónustusvæðið okkar enn stærra. 5G er svo sannarlega mætt á svæðið hjá Nova, með meiri hraða, nýjum tækifærum og endalausum ævintýrum. Það þýðir að dansgólfið er uppfært og klárt fyrir ykkur að dansa á.

Við fögnum þessum tímamótum með myndbandi þar sem við hlaupum yfir sögu netsins, hingað til. Vitnum í allskonar netbombur, furðuflipp, áskoranir, undarlegheit og meme. Við dönsum okkur gegnum þessa furðuveröld og þökkum um leið fyrir allt sem netið hefur fært okkur. Alla gleðina, alla dansana og allt ruglið!

Þekkir þú öll múvin?

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO