Dansgólfið

21. júní 2022

5G í fluggír um allt land!

Það gleður okkur að tilkynna nú er komið blússandi 5G net í Grindavík og Vogum. Þessir staðir eru okkur afar mikilvægir til að viðhalda og byggja upp 5G kerfið okkar ásamt því að geta áfram veitt bestu mögulegu þjónustuna á þessu svæði.

Grindavík og Vogar eru einungis tveir af fjölmörgum stöðum sem hafa bæst við fjörið það sem af er ári! Reyðarfjörður, Höfn, Seyðisfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður státa nú öll af háhraða neti. Við erum afar stolt og ánægð af þeim árangri sem hefur náðst í 5G-væðingu landsins það sem af er ári.

Við erum rétt að byrja og höldum markvisst áfram að stækka þjónustusvæðið okkar þar sem þörf er á aukinni afkastagetu. Við bjóðum 5G tengingar fyrir heimili til að þjóta um internetið á mun meiri hraða en áður! Svo getur þú að sjálfsögðu vafrað á 5G neti í farsímanum þínum ef hann er splunkunýr og styður 5G! Skoðaðu þjónustusvæði 5G hjá Nova.

Það skemmir ekki fyrir að það þarf bara að stinga í samband til að fljúga um á internetinu á ofurhraða! Þú getur því tekið með þér græjuna í ferðalagið, sumarbústaðinn og bara hvert sem er, svo lengi sem þú getur komist í rafmagn.

Vertu því með puttann á púlsinum, tryggðu þér 5G tengingu strax í dag og þú þýtur um internetið í fluggír!

Þú færð 5G hjá Nova!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri