Dansgólfið

21. feb 2019

5G í loftið hjá Nova!

Með 5G færðu svo MIKLU MIKLU MEIRA INTERNET! Alltaf. Allstaðar. Blússandi háhraðatenging sem býður upp á meiri afköst, meiri nákvæmni, styttri svartíma og fleiri samtíma-tengingar fyrir internet hlutanna. 5G er ofurinternet, fyrir alla muni!

Nova hefur tekið í notkun fyrsta 5G sendinn á Íslandi og hefur hafið prófanir á 5G farsíma- og netþjónustu til viðskiptavina sinna. Nova sótti um 5G tilraunaleyfið til Póst og fjarskiptastofnunar fyrr í þessum mánuði og hefur fyrsti sendirinn nú verið settur upp. Tilraunirnar munu taka nokkra mánuði en þróunin í búnaði fyrir þráðlaus fjarskipti hefur verið mjög hröð að undanförnu. Þegar uppfærslu fjarskiptakerfis Nova í 5G verður lokið munu notendur njóta að meðaltali tífalt meiri nethraða miðað við 4G. Búast má við að hún verði komin í almenna útbreiðslu hér á landi á næsta ári, árið 2020.

En hvað þýðir 5G? Til hvers þurfum við enn eitt Gé-ið? Er netið ekki bara ljómandi fínt eins og það er?

Með 5G færðu svo MIKLU MIKLU MEIRA INTERNET! Alltaf. Allstaðar. Blússandi háhraðatenging sem býður upp á meiri afköst, meiri nákvæmni, styttri svartíma og fleiri samtíma-tengingar fyrir internet hlutanna. 5G er ofurinternet, fyrir alla muni! Fyrstu farsímarnir, sem styðja 5G, eru ekki enn komnir á markað en nú þegar hafa framleiðendur tilkynnt um komu þeirra. Fleiri tilkynninga er að vænta á stærstu árlegu farsímaráðstefnu í Barcelona í næstu viku.

Netnotkun viðskiptavina Nova í farsímum hefur stóraukist milli ára og áætlað er að aukningin vaxi áfram um tugi prósenta á ári. Það er fyrst og fremst streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar á aukna afkastagetu fjarskiptakerfa. Hver ný kynslóð þessara kerfa hefur haft í för með sér margföldun á hraða og þar með á notkunarmöguleikum farsíma, úrvali smáforrita og annarra samskipta. Stór stökk í nethraða hafa yfirleitt leitt af sér stofnun fjölda nýrra fyrirtækja og jafnvel beinar samfélagsbreytingar. Því er uppbygging fjarskiptakerfa í flokki afar mikilvægra innviðafjárfestinga.

Notendur gera sífellt meiri kröfur og nú þegar bílar, armbandsúr og nýjustu heimilistækin eru öll tengd við netið þá þurfa fjarskiptakerfin að vera undirbúin og Nova hefur lagt út í umtalsverða fjárfestingu til að vera á undan þörfinni fyrir aukna flutningsþörf.

Nova hefur verið leiðandi í innleiðingu nýrra kynslóða fjarskiptatækni. Fyrirtækið setti upp fyrsta 3G farsímakerfið hér á landi árið 2006, hóf 4G þjónustu árið 2013 fyrst fyrirtækja, 4.5G þjónustu árið 2017 og nú fyrst til að hefja prófanir á 5G á Íslandi.

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Framkvæmdastjóri
5G