Dansgólfið

22. sept 2025

Nýjasta nýtt frá Apple 2025

Nýjasta nýtt frá Apple 2025

Loksins, loksins iPhone 17!

Phone 17 fékk veglega uppfærslu sem gerir hann enn hentugri og nytsamlegri í amstri dagsins. Skartar hann nýrri Center Stage frammyndavél sem tekur sjálfu-leikinn þinn á næsta plan. Aðalmyndavél símans er 48 MP Fusion Ultra-Wide myndavél sem gerir þér kleift að taka nærmyndir eða myndir af hlutum í fjarlægð í fullri upplausn með tvöföldum aðdrætti (2x zoom), án þess að tapa gæðum á þínu myndefni. Ein mynd segir meira en þúsund orð en myndirnar sem iPhone 17 tekur tala sínu máli.

iPhone 17 er með 6,3" Super Retina XDR ProMotion (120 Hz) skjá sem tryggir silkimjúka upplifun við skrun, leikjaspilun og allt annað sem þú notar símann í. Þetta er í fyrsta skipti sem venjulegur iPhone fær Pro-fítus hjá Apple en áður voru 120Hz skjáirnir aðeins settir í iPhone Pro. Hinn nýi Ceramic Shield 2 gerir iPhone 17 nánast brynvarinn. Framhliðin er sterkbyggðari en á nokkrum öðrum snjallsíma á markaðnum í dag og er hún þrisvar sinnum rispuþolnari en á fyrri iPhone-týpum.

Tækið er knúið áfram af nýjum A19 örgjörva sem býður upp á 20% hraðari vinnslu og skilvirkari orkunýtni, sem skilar sér í aukinni rafhlöðuendingu. Nú getur þú til dæmis horft á myndbönd á iPhone 17 í samfleytt 30 klukkustundir. Hvað eru það margir Friends-þættir?

Flaggskip Apple

iPhone 17 Pro og Pro max eru flaggskip Apple og búa yfir allra bestu og nýjustu eiginleikum sem snjallsímar geta boðið upp á í dag! iPhone 17 Pro línan hefur verið hönnuð frá grunni og eru símtækin nú smíðuð úr einni álþynnu, sem gerir þá einstaklega sterka og létta. Tækin eru með 48MP aðalmyndavél, 8x telephoto linsu (zoom) sem tekur frábærar myndir, jafnvel við léleg birtuskilyrði. Pro og Pro Max búa einnig yfir 48MP Ultra-Wide myndavél með sjálfvirkum fókus, sem gerir þér kleift að taka stórkostlegar nærmyndir.

Tryllitækin eru keyrð áfram á A19 Pro örgjörva, sem býður upp á hraðari vinnslu og betri orkunýtni. Þetta skilar sér í auknu batterílífi og er nú hægt að horfa á myndbönd í allt að 33 klukkustundir samfleytt í iPhone 17 Pro og 39 klukkustundir í iPhone Pro Max sem er mesta rafhlöðuending í iPhone frá upphafi! Hleðsla í gegnum usb-c, og ná 50% hleðslu á um 20 mínútum með 40W hleðslutæki.

Hver er helsti munurinn á iPhone 17 og iPhone 17 Pro?

Báðir eru virkilega öflugir, með framúskarandi myndavélar og langa rafhlöðuendingu en Pro línan býður upp á aðeins meira krydd og fleiri eiginleika fyrir þau sem vilja meira út úr græjunum sínum. iPhone 17 Pro er með A19 Pro-örgjörva samanborið við A19 örgjörva í iPhone 17, Pro línan er með þrjár 48MP myndavélar samanborðið við tvær myndavélar í iPhone 17. Það er meira vinnsluminni, gagnapláss (allt að 1TB) og skilvirkara kælikerfi í Pro 17 sem kemur sér sérstaklega vel við leikjaspilun eða myndvinnslu. Að lokum endist batteríið í iPhone 17 Pro aðeins lengur á einni hleðslu en í iPhone 17.

Lífið verður léttara með iPhone Air

iPhone Air er sá allra nýjasti úr smiðju Apple, örþunnur og níðsterkur snjallsími úr grade 5 títaníum! Hann er með nýja A19 Pro örgjörvann, sem gefur þér hnökralausa myndbands- og leikjaspilun. iPhone Air er fyrstur inn í framtíðina og styður því eingöngu eSIM, en ekki hefðbundin símkort úr plasti. Air er með 6,5” Super Retina XDR skjá og Ceramic Shield 2 á fram- og bakhlið og því með þrefalt rispuþol!

iPhone Air er með 6,5" Super Retina XDR skjá og rétt eins og iPhone 17 er hann einnig með Ceramic Shield 2 bæði að framan og aftan og er því með þrefalt rispuþol. Air fisléttur og örþunnur, aðeins 165 g að þyngd og 5,6 mm að þykkt.

Í Air er sérþróað 48 MP Fusion myndavélakerfi sem virkar eins og margar myndavélar í einni. Hann er með tvöfaldri aðdráttarlinsu og getur því tekið myndir í alveg brjálæðislega góðum gæðum!

Margur er knár þótt hann sé smár og það á heldur betur við um rafhlöðuendinguna í iPhone Air. Þú getur horft á myndbönd í samfleytt 27 klukkustundir á einni hleðslu!

Öll úr að ofan með Apple

Apple Watch Series 11 er mætt til leiks með fítonskrafti! Snjallúrið býr yfir kraftmeiri rafhlöðu, lengra rafhlöðulífi, meiri nákvæmni í heilsufarsmælingum og almennt snjallari eiginleikum en áður. Snjallúrið setur heilsuna í forgang og í því er að finna nýjan blóðþrýstingsmæli og nákvæman svefnvaka sem greinir svefnvenjur þínar og spáir fyrir um hugsanelgt orkutap fyrir daginn sem framundan er. Series 11 mælir sömuleiðis hjarslátt og súrefnismettun líkamans af meiri nákvæmni en áður!

Apple Watch Ultra 3 fékk svo risastóra uppfærslu þar sem íþróttafólk fær allt fyrir sinn snúð! Ultra 3 kemur með gervigreindaræfingarfélaga sem peppar þig upp á topp ef þú ert að gefast upp í brekunni. Úrið mælir blóðþrýsting, súrefnismettun, hjartslátt, svefn og lætur þig vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Það er leikur einn að setja upp æfingaprgramm fyrir hvaða íþrótt sem er í úrinu svo þú færð allt sem þarf til að æfa á snjallari hátt og til að slá þín eigin met. Hægt er að hringja gervihnattasímtöl úr Ultra 3 sem kemur sér vel ef eitthvað kemur upp á ævintýraferðum utan þjónustusvæðis.

Að lokum kom glænýtt Apple Watch SE 3 sem setur ekki stórt strik í reikninginn og veskið. Úrið er hagkvæmt en býr yfir mikið af framúrskarandi eiginleikum eins og S10 örgjörva, stóraukinni rafhlöðuendingu, heilsumöguleikum og always-on display svo eitthvað sé nefnt!

AirPods Pro 3 eru ekki þessi venjulega stereótýpa!

Nýju AirPods Pro 3 eru mætt! Betri, snjallari, þægilegri og með fullt af nýjum eiginleikum sem gera lífið betra... hljómar þetta ekki eins og hugur manns? AirPods Pro 3 eru rakaþolnari en áður og koma með nýju hljóðeinangrunarkerfi sem blokkar út hljóð tvisvar sinnum betur en fyrri týpur hafa gert. Hljómgæðin hafa einnig verið bætt; dýpri bassi, skýrari söngur og fínstilltur hljómur sem lagar sig að þínum smekk. Pro 3 býr yfir frábærri rafhlöðuendingu. Þú færð allt að 8 klukkustundir í spilun á einni hleðslu með hljóðeinangrun, og allt að 30 klukkustundir í spilun á venjulegri stillingu!

Nýjasta nýtt frá Apple 2025