Dansgólfið

20. sept 2019

Að velja hinn eina rétta iPhone

Hvernig þú finnur út hvaða iPhone 11 er sá eini rétti fyrir þig.

Að velja hinn eina rétta iPhone

Hvernig velur þú þann eina rétta?

Í aðstæðum sem þessum er kannski ekki hægt að svæpa til hægri, kíkja á stefnumót og athuga hver þessara þriggja síma er sá rétti. En það er hægt að skoða staðreyndir, líta í eigin barm og hugsa hvernig tæki hentar mér best.

Það er einmitt það sem við ætlum að gera núna.

Verð

Ef að þú ert hinn týpíski notandi, kíkir á Facebook, Instagram og tekur myndir í sumarbústaðnum eða af sólsetrinu þá er iPhone 11 mögulega sá rétti fyrir þig. Þessi sími er ekkert ómerkilegri heldur en iPhone 11 Pro og iPhone 11 Pro Max, hann er meira að segja með sama A13 örgjörva og Pro símarnir sem þýðir að hann er hraðari en forverar hans og rafhlaðan endist lengur. Myndavélin hefur einnig fengið viðbót og núna er ofurvíð linsa til taks, Portrait mode fékk andlitslyftingu og virkar núna með gæludýrum og hlutum, en ekki bara andlitum eins og í fyrri gerðum.

Litur

Áttu uppáhalds lit eða vilt að persónuleikinn þinn skíni í gegnum símann þinn? iPhone 11 kemur í sex litum. Gulur, rauður, grænn, fjólublár, svartur og hvítur. iPhone 11 Pro og Pro Max koma í fjórum litum. Geimgrár, silfur, gull og miðnæturgrænn.

Myndirnar tala sínu máli, það er úr nægu að velja hér.

allir símar

Hraði og rafhlaða

Fyrir fagmanninn og tæknidýrið sem vill vera með allt það nýjasta og besta þá er iPhone 11 Pro Max málið. Allir símarnir nota sama A13 örgjörvann og eru því eldsnöggir að vinna sína vinnu og endast lengur á einni hleðslu en áður. En ef það er einhver sigurvegari í þessum flokki þá er það iPhone 11 Pro Max, hann er með lengstu rafhlöðuendinguna og stærsta skjáinn í þokkabót. Svo það er hægt að glápa lengur á hann en hina tvo.

Hljóð og mynd

Fyrst við erum byrjuð að tala um gláp þá er vert að taka það fram að meira hefur verið lagt í skjáinn á Pro símunum, þeir skarta Super Retina XDR skjá og eru með betri upplausn heldur en iPhone 11. Allir símarnir eru þó með Dolby Atmos og Dolby Digital Plus. Það þýðir að við erum komin skrefinu nær því að vera með kvikmyndahús í símtækinu.

Myndavél

Allir símarnir hafa víða og ofurvíða linsu og myndavélin framan á símanum sem er oftast notuð fyrir sjálfur hefur verið uppfærð í 12 MP myndavél. En Pro símarnir taka fram úr á þessu sviði og bæta við þriðju linsunni sem kallast telephoto linsa en þessar þrjár linsur vinna frábærlega vel saman. Telephoto linsan er aðdráttarlinsa sem hentar einstaklega vel fyrir viðfangsefni sem eru langt í burtu og gefur manni kleift að taka mjög fagmannlegar myndir.

Allir símarnir eru með frábærar myndavélar en ef þú vilt vera með lang bestu myndavélina af þessum þremur þá eru iPhone 11 Pro og iPhone 11 Pro Max símarnir fyrir þig.

Við vonum að þú sért komin/n aðeins nær svarinu eftir þennan lestur. Mundu að ef þú skráir þig á forskráningarlistann þá látum við þig vita þegar þinn draumasími er mættur til Nova.

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova