Dansgólfið

7. sept 2022

Algjör snilld frá Apple!

Apple kynningin var að klárast og við vorum gjörsamlega límd við skjáinn að skoða allar nýju græjurnar!

Stærsta sprengjan er án efa nýju iPhone 14 Pro og Pro Max símarnir. Þeir eru að setja slánna svo hátt að það er erfitt að sjá hvernig á að toppa þetta í bili. Þeir eru ótrúlegir!

Dynamic Island fítus sem er alltaf sýnilegur sem gjörbreytir skjánum, always on display (skjárinn er alltaf í gangi líkt og tíðkast í Android tækjum) og svo margt fleira!

Það sem grípur augað þegar skjárinn á Pro og Pro Max týpunum er án efa að hakið efst á símanum er nú horfið, og pilla mætt í stað hans. Apple hefur gefið henni það eplalega heiti Dynamic Island og hefur tekist að láta eyjuna breytist í takt við hluti sem notandinn gerir, til að mynda þegar skipt er um lag, andlitið er skannað, eða hlutir settir í hleðslu. Eyjan er því í raun upplýsingastöð símans.

Svo er crash detection í símunum, sem Apple hefur ábyggilega klesst ansi marga bíla til að fullkomna! Það er fítus sem skynjar högg, og sendir tilkynningar á neyðarþjónustu ef ekkert er að gert, þ.e. ef þú hefur slasast og nærð ekki til símans.

Komum okkur nú að efninu og kíkjum aðeins inn í græjuna!

Myndavél: 3x myndavélar. 48MP aðalmyndavél, 12MP Telefoto, og 12MP Ultrawide.

Skjár: 6.1” og 6.7” Super Retina XDR OLED.

Batterí: Hraðhleðsla (50% á 30 mínútum) og MagSafe þráðlaus hleðsla.

RAM: 6GB

Örgjörvi: A16 Bionic.

Minni: 128GB, 256GB, 512GB og 1TB

4 litir - Space black, Silver, Gold og Deep purple

Apple kynnti líka iPhone 14 og 14 Plus:

Myndavél: 2x myndavélar. 12MP aðalmyndavél og Ultrawide myndavél. 49% betri myndir í minni lýsingu. Selfie myndavél með autofocus

Skjár: 6,1” og 6.7” með Ceramic gleri og Super Retina XDR OLED.

Batterí: Hraðhleðsla og MagSafe.

RAM: 4GB

Minni: 124GB, 256GB og 512GB

Örgjörvi: A15 Bionic, 15% hraðari en forverinn.

5 litir - Midnight, Starlight, Blue, Purple og Red

Apple kynnti einnig nýju AirPods Pro kynslóðina.

Aukin hljómgæði með nýrri tækni til að hlusta á tónlist og fleira eins og það sé við hliðina á þér. Spatial audio fítus til að sérsníða upplifunina að þér persónulega. Active noise cancellation er aukið sem útilokar umhverfishljóðin, svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir máli. Nýr snertiflötur á heyrnartólunum til að þú getir stjórnar fleiri hlutum á ferðinni og betri rafhlöðuending. Nýju Airpods Pro öskjuna er hægt að hlaða með Apple Watch hleðslutækinu.

Að lokum fengum við að sjá uppfærslu á Apple Watch.

Það eru nefnilega Apple Watch Series 8, Apple Watch SE og Apple Watch Ultra.

Í Series 8 eru fullt af nýjum skynjurum, Always on display fítus, sterkari rammi og gler og fullt, fullt af flottum heilsufítusum sem fylgjast með heilsunni fyrir þig og láta vita ef eitthvað er ekki með felldu! T.a.m hitamælir sem mælir líkamshita þess sem gengur með úrið. Þannig getur úrið fylgst með og spáð fyrir um tíðahringinn þinn og látið þig vita ef eitthvert frávik á sér stað!

Apple Watch Series 8 getur núna tengst netinu hvar sem er í heiminum í gegnum farsímanet. Apple Watch Series 8 mun koma í svörtum, silfur , rauðum og gylltum lit.

Apple Watch Ultra er svo fyrir þau sem vilja prófa tæknina í erfiðustu aðstæðum sem fyrirfinnast. Það er sérhannað fyrir útivist og þolir öfgakenndar hitabreytingar, allt frá heitustu eyðimörkum heimsins til kaldasta frostsins á Suðurpólnum. Það er með fítusum fyrir áttavita, leiðsögukerfi og rammi úrsins er úr títaníum og er sterkari en áður Skjárinn er einnig sá stærsti hingað til. Þetta er svo sannarlega útivistarúrið fyrir ævintýragjarna!

Við bíðum spennt eftir afhendingardegi og látum þær fréttir svo sannarlega ekki fara framhjá neinum!

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova