Dansgólfið

4. nóv 2020

Allir Úr!

Snjallsímar hafa svo sannarlega breytt lífi okkar síðan þeir komu fyrst á dansgólfið. Fótspor Nova í samfélaginu er að litlu leyti umhverfislegt, en meira vegna ofnotkunar og óábyrgrar notkunar á snjallsímum og samfélagsmiðlum. Snjallsímar eiga nefnilega að einfalda okkur lífið og gera það skemmtilegra, en þeir eiga ekki að taka það yfir! Við viljum hvetja fólk til að nota snjallsíma með ábyrgum hætti og skilja símann bara eftir heima af og til.

Við viljum að þú notir netið og nýtir þér snjalltækin en það er mikilvægt að nota snjallsíma í fullri meðvitund en ekki breytast í drauga á sjálfstýringu í gegnum skjáinn.

Við kynnum til leiks nettengd snjallúr með Úrlausn hjá Nova sem er frábær leið til að minnka skjátíma og rauðu deplana. Nettengd snjallúr með eSIM eru fáanlegt frá Samsung nú þegar, en það er úrkoma á næstunni því að innan skamms mun eSIM einnig verða fáanlegt með Apple Watch hjá Nova í fyrsta sinn á Íslandi. Þannig er hægt að njóta þeirra gæða sem snjalltæki bjóða uppá til að einfalda og bæta líf okkar. Með Úrlausn hjá Nova er úrið allt sem þarf! Eins og t.d. að rata um bæinn, hlusta á podcast, hljóðbækur og tónlist, fylgjast með heilsunni, borga úti í búð, vakna endurnærðari og hringja og móttaka símtöl þegar nauðsyn krefur. Þú getur gert allt þetta og síminn er víðsfjarri!

Týnumst ekki í tímalínunni

Svo er það hitt, hvað erum við að gera allan þennan tíma með skjáinn fyrir framan okkur? Það eru samfélagsmiðlarnir sem eru að taka mestan þann tíma og það er óþægilega auðvelt að týnast í tímalínunni hjá hinum og þessum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að uppfærast með nýjum glansmyndum um veruleikann og klippum úr lífi áhrifavalda og vina okkar, en þetta eru sérvaldir bútar sem sýna ekki endilega raunveruleikan eins og hann er.

Við viljum vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. Við þurfum nefnilega að tala aðeins um líkamsvirðingu. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Allir úr!

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Framkvæmdastjóri