Dansgólfið

26. júlí 2023

Allt það nýjasta frá Samsung Galaxy Unpacked

Samsung var rétt í þessu að ljúka við Galaxy Unpacked kynninguna í Seoul í Kóreu, en þar var það nýjasta og ferskasta frá Samsung kynnt fyrir öllum heiminum! Kynningin byrjaði á aðal stjörnunum!

Aðal stjarna dagsins Samsung Galaxy Z Flip 5

Draumur margra er að geta skellt á með attitúdi með því að smella saman símanum, svona eins og í gamla daga.Samsung segja að þetta sé lítill sími með risa persónuleika!

Þessi sími er einmitt hannaður fyrir unga liðið, nú eða þau sem eru ung í anda! Það er mikið pælt í leiðum til að auka og auðvelda sköpunargleði, betri upplifun í að fanga augnablikið á mynd eða myndband og svo er fjöldi leiða til að koma þínum persónuleika á framfæri!

En hvað er svona helst að frétta með Flip5?

  • Mestu breytingarnar frá fyrra módeli eru stórbætingar á skjánum sem er framaná símanum og á myndavélinni.
  • Flex glugginn (það er sko skjárinn sem er framaná) er búinn að fá svakalega uppfærslu. Skjárinn er orðinn miklu stærri en áður og þú getur svarað skilaboðum á skjánum. Þú getur sérhannað skjáinn með mismunandi hönnun og valið hvaða flýtileiðir þú vilt hafa sýnilegar. Svo er veskið á framhliðinni og endurbætt myndavél með ótal möguleikum. Þannig þú getur gert ótrúlega mikið án þess einu sinni að opna símann!
  • Myndavélin er nú með betri næturstillingu og þú getur notað Samsung snjallúrið þitt sem fjarstýringu á myndavélina.

Nældu þér í Samsung Galaxy Z Flip5 í forsölu hér!

galaxy-z-flip5-highlights-pocketability

Næst á dagskrá var Samsung Galaxy Z Fold5

Samsung talar um Fold5 símann fyrir fólk sem hefur nóg að gera, er í bullandi bissnes og þarf að gera marga hluti á sama tíma. Þannig ef það hljómar eins og þú, þá er þetta síminn fyrir þig!

Og hvað er nýtt með Fold5?

  • Samsung segja hann vera þann léttasta og minnsta Foldinn hingað til. Það er búið að endurbæta hjarirnar á honum þannig að hann leggst betur saman og þú getur haft skjáinn brotinn saman eins og hentar þér.
  • Skjárinn er 7.6 tommur svo þetta er sannkölluð símabíó upplifun og myndavélarnar fengu líka uppfærslu!
  • Elskarðu að gera margt í einu? Nú geturðu séð síðustu 4 forrit sem þú notaðir síðast og getur þannig hoppað á milli. Slkjárinn skiptist líka í tvennt þannig þú getur verið græja margt á sama tíma. Með S pennanum getur þú svo teiknað, glósað og skrifað undir mjög mikilvæg bissnes skjöl.

Nældu þér í Samsung Galaxy Z Fold5 í forsölu hér!

galaxy-z-fold5-highlights-multitasking

Það er Samsung Galaxy Watch 6 series!

Samsung setti ótrúlega mikinn fókus á svefn, þau töluðu um að það skiptir ekki máli hvernig kvöldið endar, heldur hvernig dagurinn byrjar. Þau vilja endilega hjálpa okkur að verða betri í að sofa. Sem er ekkert nema veisla!

Hvernig er snjallúrið?

  • Nú er kominn stærri skjár og á sama tíma er úrið minna um sig.
  • Varðandi svefninn þá færðu svefnstig sem segja þér hvernig þú svafst og hvað þú getur gert til að auka svefngæðin. Það er líka svefn þjálfari í úrinu sem að hjálpar þér að búa til góðar svefnvenjur, svo þú verðir ekki svefnvana.
  • Svo er safír kristalla gler á úrinu sem á að vera svakalega sterkt, þannig þú getur farið út í allskonar ævintýri án þess að hafa áhyggjur af því að rústa úrinu þínu. við mælum auðvitað með Úrlausn hjá Nova því þá getur þú farið út að leika og skilið símann bara eftir heima. Það er allt að 40 klukkutíma rafhlöðuending.

Nældu þér í Samsung Galaxy Watch 6 í forsölu hér!

galaxy-watch6-kv-pc

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova