Dansgólfið

5. nóv 2020

Allt það nýjasta í watchOS 7

WatchOS 7 er nýuppfært stýrikerfi Apple Watch og það opnar fyrir þér töfraheim!

Watch Faces

Með nýju uppfærslunni geturðu nú sérsniðið skjáinn að þinni notkun, lífsstíl og áhugamálum!

 • Nú geta appframleiðendur útbúið Watch Face fyrir öppin sín.
 • Þú getur sérsniðið skjáinn þinn til að passa við flíkur dagsins, ef þú er veðurgúru geturðu sérsniðið skjáinn þannig að hann birti helstu veðurupplýsingar og svona mætti leeengi telja.
 • Watch Face sem þú hefur búið til, geturðu deilt með öðrum: til dæmis ef einhver deilir sama áhugamáli og þú!

Svefninn

Láttu úrið vinna á meðan þú sefur!

 • Sleep Mode sér til þess að setja úrið á Do Not Disturb þegar þú leggst á koddann, svo ljósið frá skjánum trufli þig ekki.
 • Fylgstu með svefninum - hversu lengi þú sefur og hversu miklum djúpsvefni þú nærð!
 • Ef batteríið þitt er undir 30% þegar það nálgast háttatímann - þá lætur úrið þig vita!

Hreyfing

Hjálpar þér að stuðla að aukinni líkamsrækt og heilsu!

 • Með nýrri uppfærslu hafa nú fjögur ný prógröm bæst í hópinn!
 • Skoraðu á aðra! watchOS 7 býður nú upp á það að þú getir skorað á aðra í hreyfingu og deilt þínum árangri.

Öll hin snilldin

 • Nú getur úrið hjálpað til við handþvottinn! Það mælir lengd handþvottarins þegar það skynjar eða heyrir vatnshljóð og minnir þig á að þrífa á þér hendurnar þegar þú kemur heim! Einstaklega Covid-vænt.
 • Siri er orðin enn snjallari og kann til að mynda 10 tungumál! Hvernig segi ég eiginlega halló á japönsku? Siri veit það!

Þú getur sett upp WatchOS 7 í þessum úrum:

 • Apple Watch Series 3
 • Apple Watch Series 4
 • Apple Watch Series 5
 • Apple Watch Series 6
 • Apple Watch SE
Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri